Forsíða - Hotel Rangá

Hótel Rangá

Í HJARTA SUÐURLANDS

Mynd eftir Hrein Magnússon

Hotel Rangá Logo

“Eftir fjöldamargar viðskiptaferðir erlendis eru hótel með góða og persónulega þjónustu í uppáhaldi hjá mér. Við aðlögum okkur að kröfum og óskum hvers gests, og hjálpum þeim að uppgötva náttúrufegurðina og ævintýrin í nágrenni hótelsins. Persónuleg þjónusta, góður matur og gæðastundir - Fyrir það stöndum við á Hótel Rangá.”

Friðrik Pálsson

Hóteleigandi

Tilboð

Vetrartilboð

Njótið lífsins á Hótel Rangá í vetur. Frábært tilboð í eina til þrjár nætur.

Skoða tilboð

Rómantík á Rangá

Skapið rómantískar minningar með góðum mat í fallegu umhverfi.

Skoða tilboð

Jólaseðill

13 rétta jólaseðill, bæði hefðbundinn og vegan.

Skoða tilboð

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Ævintýri á Hótel Rangá

Komdu á óvart

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Hóteleigandi Hótel Rangá

Friðrik Pálsson

Friðrik Pálsson er góður sögumaður og gestgjafi af guðs náð. Það var kannski ekki undarlegt að hann yrði hóteleigandi, eftir óteljandi viðskiptaferðalög um heiminn, þar sem hann reyndi af eigin raun hvað gæði og góð þjónusta eru mikilvægir þættir í veitinga- og hótelrekstri. Áratuga reynsla Friðriks sem ferðamanns þýðir að frábær þjónusta og gestrisni eru þeir þættir sem hann leggur höfuðáherslu á. Hann er stöðugt að leita leiða til að gera upplifun gestanna betri og meiri. Í raun hafa hugmyndir hans gefið hótelinu alveg nýja vídd – með endurnýjun og hönnun herbergja, meðal annars með verkum eftir íslenska listamenn og með því að reisa hið einstaka stjörnuskoðunarhús.

Þegar þú heimsækir Hótel Rangá er líklegt að þú sjáir Friðrik á ferðinni, annað hvort að leiðbeina gestum um bestu áfangastaði í nágrenninu eða þá í matsalnum eða á barnum að segja gestum sögur.

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top