Hótel Rangá

Bestu verðin ef bókað er beint
Hotel Rangá red logo.

“Eftir fjöldamargar viðskiptaferðir erlendis eru hótel með góða og persónulega þjónustu í uppáhaldi hjá mér. Við aðlögum okkur að kröfum og óskum hvers gests, og hjálpum þeim að uppgötva náttúrufegurðina og ævintýrin í nágrenni hótelsins. Persónuleg þjónusta, góður matur og gæðastundir - Fyrir það stöndum við á Hótel Rangá”

Signature of Friðrik Pálsson - the owner and hotelier of Hotel Rangá.
Friðrik Pálsson
Hóteleigandi
/

Gjafabréf í
sveitasæluna

Á Hótel Rangá bjóðum við upp á mismunandi gjafabréf sem henta öllum tilefnum. Komdu skemmtilega á óvart og gefðu ógleymanlegar stundir í kyrrðinni á Suðurlandi.

Tilboð

Okkar sígildu tilboð henta fyrir öll tækifæri. Skapið góðar minningar í rólegu og rómantísku umhverfi. 

 

 

 

Sumartilboð

Sumartilboð á Hótel Rangá. Gisting í eina til þrjár nætur ásamt sælkerakvöldverði.

VERÐ FRÁ 62.900 KR

Góðir fundir

Hótel Rangá býður upp á tvo fullbúna fundarsali og fyrirtaks þjónustu.

Stórafmæli

Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli einstakt afmælistilboð. 

Verð frÁ 12.023 kr.
Woman in bikini and winter hat lounges in a geothermal hot tub outside Hotel Rangá.
Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Á Hótel Rangá bjóðum við upp á heita potta, margrómaðan veitingastað með fjölbreyttum réttum og besta stjörnuskoðunarhús landsins. En á heiðskírum vetrarkvöldum er okkar eigin stjörnufræðingur til staðar til að leiðsegja gestum um undur stjörnuhiminsins.

Ferðir

Það er okkur ánægja að aðstoða gesti við að skipuleggja ævintýraferðir.

 

Hvort sem ferðinni er heitið upp á jökul, skoða fossa, hella eða aðrar náttúruperlur í nágrenni hótelsins.

Buggy ferðir

Buggy ferðir eru tilvalinn kostur fyrir adrenalín fíklana, ævintýraleg og spennandi upplifun.

Verð frá 16.990 ISK

Jöklaklifur

Jöklaklifur og ganga. Á hverju ári breytist landslag jökulsins og nýjir hellar verða til sem eru hver öðrum fegurri. 

Verð frá 13.490 ISK

Hellaskoðun

Í nágrenni hótelsins eru yfir 200 manngerðir hellar, margir hverjir eldri en landnám. Fræðandi og heillandi afþreying.

Verð frá 2.000 ISK

Veitingastaður

Veitingastaður Hótels Rangár er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og þjónustu. Áherslan hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu.

A group of women clink glasses in the famouns Landmannalaugar hot spring on the edge of the highlands.
Overhead shot of bathers in the Landmannalaugar hot spring.
Myndir eftir Paige Deasly

Sjálfbærni á Hótel Rangá er eitt af forgangsverkefnum okkar. Við leggjum okkur fram um að nýta vistvænustu lausnir sem eru í boði hverju sinni.

Hótel Rangá er í hótel samtökunum Small Luxury Hotels, en keðjan tilnefndi hótelið sem hluta af „Considerate Collection“. Þá tilnefningu fá aðeins sérvalin hótel innan samtakanna sem eiga það sameiginlegt að vera lítil lúxushótel með persónulega þjónustu sem leggja upp úr því að vera umhverfisvæn og samfélagslega sinnuð. 

Blogg

Á hótelblogginu okkar fræðum við gesti um náttúruperlur á Suðurlandi, afþreyingu, fréttir frá hótelinu og góð ferðaráð.

Fyrsta rafmagnsflugvélin

Fyrsta rafmagnsflugvélin kom til Íslands 2022. Fyrir verkefninu stóðu Matthías Sveinbjörnsson og Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangá.

Stjörnuskoðun á Hótel Rangá

Viðtal við Stjörnu-Sævar um stjörnuskoðun á Hótel Rangá, en á hótelinu erum við með bestu stjörnusjónauka á Íslandi.
 

Sagan af Áströlsku svítunni

Hvernig kom það til að við ákváðum að hanna svíturnar eftir heimsálfunum sjö? Viðtal um hönnun og hugsjón.

 

Hóteleigandi Hótel Rangá

Friðrik Pálsson

Friðrik Pálsson er góður sögumaður og gestgjafi af guðs náð. Það var kannski ekki undarlegt að hann yrði hóteleigandi, eftir óteljandi viðskiptaferðalög um heiminn, þar sem hann reyndi af eigin raun hvað gæði og góð þjónusta eru mikilvægir þættir í veitinga- og hótelrekstri. Áratuga reynsla Friðriks sem ferðamanns þýðir að frábær þjónusta og gestrisni eru þeir þættir sem hann leggur höfuðáherslu á. Hann er stöðugt að leita leiða til að gera upplifun gestanna betri og meiri. Í raun hafa hugmyndir hans gefið hótelinu alveg nýja vídd – með endurnýjun og hönnun herbergja, meðal annars með verkum eftir íslenska listamenn og með því að reisa hið einstaka stjörnuskoðunarhús. Read More

Friðrik Pálsson, owner and hotelier of Hotel Rangá.
Photo by Ingibjörg Friðriksdóttir
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top

    Room Category Comparison

    Room CategoryPrice FromSizeViewSleeps MaxOptionsExtra BedWheelchair Access*
    King Size BedTwin BedSofa BedWall BedExtra Bed
    Standard Room100018 m2Mt. Hekla View2XXX
    Deluxe Room100126 m2Mt. Hekla View3XX
    Deluxe Superior Room100230 m2River View3XXX
    Junior Suite100342 m2River View3XX
    Master Suite100472 m2River View4XX**2X

    * To request a wheelchair access room, please specify when booking

    ** Wall-beds are only offered in the Icelandic Suite, other master suites offer two extra beds

    Best Price Guaranteed

    Book direct and receive a bottle of red wine
    Hotel Rangá logo in red.
    A glass of red and white wine beside a vase of lupine at the luxury Rangá Restaurant.