Norðurljós
HÓTEL RANGÁ
Mynd eftir Herman Desmet
„Það sem er mest spennandi við norðurljósin er, að það er aldrei hægt að segja fyrir um hvenær þau birtast. Þess vegna jafnast ekkert á við augnablikið þegar svartur næturhiminin springur skyndilega út í allri þessari litadýrð. Þú verður einfaldlega að vera á staðnum til að skilja það.“
Embla Einarsdóttir
Móttaka á Hótel Rangá
Mynd eftir Sævar Helga Bragason
Á Hótel Rangá er lögð áhersla á að gestir geti notið norðurljósanna
Hanagal!
Norðurljósavaktin okkar tryggir að engir gestir missa af þessu einstaka náttúrufyrirbrigði. Við erum með sérstaka kvöld- og næturvakt að fylgjast með gangi mála á himinhvolfinu. Um leið og norðurljósin birtast færðu upphringingu frá næturvaktinni: Hanagal! Þá er brýnt að bregðast fljótt við. Við mælum með að þú undirbúir þig kvöldið áður og hafir hlýjan klæðnað og myndavél tilbúna.
Staðsetningin
Hótel Rangá er staðsett á neðanverðum Rangárvöllum í miðri sveit og þess vegna er engin ljósmengun í nágrenninu sem truflar útsýnið. Þegar norðurljósin birtast slökkvum við á útiljósum hótelsins til að tryggja bestu aðstæður til að sjá næturhimininn í allri sinni dýrð. Sumir koma sér notalega fyrir í heita pottinum fyrir utan hótelið, með háfætt glas af freyðandi gullnum veigum til að skála við fegurð himinsins.
Stjörnurnar
Stjörnuskoðunarhús Hótel Rangár er það fullkomnasta á landinu, með opnanlegu þaki og tveimur tölvustýrðum hágæðastjörnusjónaukum sem ná að fanga ótrúlegustu smáatriði í óravíddum geimsins.
Höldum á þér hita
Það er mikilvægt að láta sér líða vel meðan maður er úti við að horfa upp í stjarnhimininn eða fylgjast með norðurljósunum og við bjóðum upp á hlýja og þægilega útigalla eða þykkt teppi. Þannig útbúinn heldurðu vel á þér hita, nýtur útiverunnar betur og nærð lengri tíma með undrum næturhiminsins.
Notaleg útivera
Fyrir framan hótelið er röð af norðurljósabekkjum, sem eru sérstaklega hannaðir fyrir þá sem vilja liggja útaf og hafa það notalegt á meðan þeir horfa á stjörnurnar eða norðurljósin. Við útvegum teppi eða hlýjan útigalla og þá er fátt dásamlegra en að leggjast útaf, gleyma stund og stað, stara upp í himininn og slaka á.
Stjörnufræð-ingurinn
Við höfum okkar eigin stjörnufræðing sem leiðsegir gestum um víðáttur næturhiminsins. Hann bendir á stjörnumerkin og fræðir þig allt um sólkerfið og pláneturnar og önnur þau undur sem blasa við.
Mynd eftir Sævar Helga Bragason
Ægifagurt litaspil
Norðurljósin
Norðurljósin, eða Aurora Borealis, eins og þau heita á latínu, eru náttúrufyrirbrigði sem birtast í ægifögru litaspili á himni í sorta næturinnar. Norðurljósin sjást þegar rafmagnaðar agnir frá sólinni lenda á gufuhvolfi og segulsviði jarðar, sem er sterkast við Norður- og Suðurpól. Þegar þessar agnir lenda á súrefnis- og köfnunarefnisatómum og sameindum lýsast þær upp. Á Íslandi eru bestu skilyrði til að sjá norðurljós á tímabilinu september til mars.
Myndband eftir Hrein Magnússon
Myndaðu
Norðurljósin
Undirbúningur
& græjur
Áður en þú ferð að sofa mundu að hlaða myndavélina þína, og ekki er verra að hafa auka rafhlöðu tilbúna. Í kuldanum eyðast batteríin hratt.
Í myrkrinu er erfitt að finna góða staðsetningu til þess að taka norðurljósamynd. Við mælum því með að fara í göngutúr í birtu og finna heppilega staðsetningu, hafðu í huga að norðurljósin birtast í norðri. Við getum einnig mælt með góðri staðsetningu.
Fyrir myndatökuna, veldu hröðustu og víðustu linsuna sem þú átt.
Það er mikilvægt að nota þrífót. Í afgreiðslunni getur þú fengið lánaðan þrífót.
Stillingar
fyrir myndavélina
Stilltu á infinity fókus ef linsan þín bíður upp á þann valmöguleika. Annars er mikilvægt að hafa fókusinn á manual fókus, og velja eitthvað ljós í fjarska, t.d. stjörnu, til að fókusera á.
Best er að stilla ljósopið á f/2.2-5.6.
Hröð norðurljós
ISO (800-4000)
Hægari norðurljós
ISO (400-800)
Gerðu tilraunir með lýsingartímann, frá 5-30 sek.
Skjóttu í RAW.
Stilltu tímastillinn á að minnsta kosti 2 sek til þess að forðast að myndin verði hreyfð.
Heiður himinn og mikil sólarvirkni
Norðurljósaspá
Bestu skilyrðin til að sjá norðurljós eru heiður himinn og mikil sólarvirkni. Mögulegt er að gera sína eigin skammtímaspá um norðurljós með því að kanna verðurspána, virkni sólstorma og skýjafar. Nákvæmustu spárnar ná aðeins sólarhring fram í tímann, en hins vegar geta aðstæður breyst með skömmum fyrirvara. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan til að skoða nýjustu norðurljósaspána.
Mynd eftir Tom Stahl
Kvöldstund með stjarnhimninum
Stjörnuskoðunarhús Hótel Rangár
Við bjóðum upp á fullkomnustu aðstöðu til stjörnuskoðunar á landinu. Stjörnuskoðunarhúsið er rétt hjá hótelinu, getur hýst 25 gesti í einu og er með opnanlegu þaki. Í húsinu eru tveir tölvustýrðir hágæðastjörnusjónaukar: 14 tommu spegilsjónauki frá Celestron og 160 mm lithreinn linsusjónauki frá TEC, sem nota má til að skoða himininn eða taka stjörnuljósmyndir við bestu aðstæður, fjarri allri ljósmengun.
Sjónaukarnir eru stórir og geta sýnt ótrúleg smáatriði, t.d. á yfirborði tunglsins, ský í lofthjúpi Júpíters, hringa Satúrnusar eða landslag á Mars; með þeim má koma auga á fæðingarstaði stjarna eða stjörnuþyrpingar og vetrarbrautir í milljóna ljósára fjarlægð.
Algengar spurningar varðandi norðurljósin
Sólin er á lofti nánast allan sólarhringinn yfir sumarið á Íslandi. Af þeim sökum er stjörnuskoðunarhúsið aðeins opið frá byrjun september fram í lok apríl, nema sérstaklega sé beðið um að fá að skoða það. Til að skoða stjörnurnar við bestu skilyrði þarf himinn að vera alheiður og engar líkur mega vera á regni eða stormi, þar sem raki og vindur gætu skemmt sjónaukana og háloftaský skyggja á útsýnið. Við opnum stjörnuskoðunarhúsið þegar veðurspá er hagstæð og útlit er fyrir að himinn verði heiðskír í einhverjar klukkustundir.
Stjörnuskoðunarhúsið er opið á hverju kvöldi þegar himininn er heiðskír og þá er stjörnufræðingur ávallt til staðar. En sjálfsagt er að sýna húsið utan opnunartíma, en þá er því miður ekki hægt að nota sjónaukana.
Yes, when the observatory is open it is guided with an astronomer. Please book in advance. We usually know around 17:00 same day if the conditions allow opening.