Tilboð
HÓTEL RANGÁ
Mynd eftir Shannon Smith
Góðir fundir
Fundarfriður á hótel Rangá
Hótel Rangá býður upp á tvo fullbúna fundarsali og fyrirtaks þjónustu. Í nágrenni hótelsins eru óteljandi afþreyingamöguleikar fyrir hópinn í ýmis konar hjópefli. Eftir annansaman dag er tilvalið að gleyma stað og stund í heitu pottunum og njóta sælkerakvöldverðar á margrómuðum veitingastað Hótel Rangá.
Á Hótel Rangá er lagt upp með að allir hafi nóg pláss og njóti hvíldar og þæginda til hins ýtrasta. Hér er hægt að skoða herbergin nánar.
Innifalið í salarleigu
- Skjávarpi
- Hljóðnemi og lítið hljóðkerfi
- Tússpennar og flettitafla
- Þráðlaust internet
Fáanlegt sé þess óskað
- Sjónvarpsskjár
- Tölva
- Ræðupúlt
Master Svítur: Afríka, Suðurskautslandið, Ísland, Brúðarsvítan
Heimsálfusvítur Hótel Rangár eru hannaðar með það í huga leyfa gestum okkar að lifa sig inn í stemningu einhverrar af heimsálfunum sjö og njóta um leið þess besta sem hótelið hefur upp á að bjóða.
Asía, Ástralía, Norður Ameríka, Suður Ameríka
Þessar svítur eru heil veröld út af fyrir sig, með handunnum húsgögnum og forvitnilegum listaverkum, sem skapa einstakt andrúmsloft.
Frábær kostur fyrir alla fjölskylduna með einstöku útsýni yfir Eystri-Rangá, sem líður í gegnum landslagið.
Þessi herbergi bjóða upp á hlýleg viðarhúsgögn, dúnmjúkar sængur, stór og þægileg rúm og handmálaðar veggmyndir úr íslenskri náttúru og sögu eftir innlenda listamenn.
Í standard herbergjunum eru það smáatriðin og notalegheitin sem ráða ríkjum, eins og handmálaðar veggmyndir, úrval af kaffi og tei eða dásamlegir baðsloppar og flauelsmjúkir inniskór.
Photo by Hestheimar
Tilbúin að bóka?
Skilmálar: Afbókanir þurfa að berast fyrir 12 á hádegi, 24 tímum fyrir komu.