Master Svítur
LÚXUS & HÖNNUN
Heimsálfusvítur Hótel Rangár eru hannaðar með það í huga að leyfa gestum okkar að lifa sig inn í stemningu einhverrar af heimsálfunum sjö og njóta um leið þess besta sem hótelið hefur upp á að bjóða. Svíturnar eru skreyttar og innréttaðar af handverks- og listamönnum hvaðanæva að úr heiminum og því er hver svíta algjörlega einstæð.
Í Antartíkusvítunni, Suðurskautslandinu, eru gestir umkringdir samspili af svörtu og hvítu frá gólfi og upp í loft, en þar eru líka fulltrúar frægustu íbúa heimsálfunnar: einstaklega elskulegar mörgæsir. Afríkusvítan er skreytt munum og minjum sem tengjast fjölbreyttu dýralífi og magnaðri menningu heimsálfunnar, en auk þess er þar stráloft.
Svalir eru á hverri heimsálfusvítu og þaðan er einstakt útsýni yfir stórbrotið landslagið og hina fögru Eystri-Rangá. Svíturnar eru afar rúmgóðar með þægilegum sófa, stóru baðkari og tvíbreiðu rúmi og Nespresso kaffivél. Hér hefur einstök alúð verið lögð í hvert smáatriði til að tryggja að dvölin verði ógleymanleg.
Morgunverður er innifalinn. Umhverfisvænar snyrtivörur og sápur eru í boði á baðherbergjum. Aukarúmum er hægt að bæta við ef óskað er.
- Hjónarúm (king size)
- Auka rúm
- Hámark 4
- 72m²
- Útsýni yfir Rangá
Búnaður
- Baðvörur
- Baðsloppar og inniskór
- Hárblásari
- Bað og sturta
- Peningaskápur
- Frítt WiFi
- Straujárn og straubretti
- Nespresso kaffivél
- Sjónvarp
- Öll herbergi eru reyklaus
Þjónusta
- Norðurljósa hanagal
- Vöknunarþjónusta
- 24 tíma herbergisþjónusta
- Þvotta þjónusta
Afríka
Suðurskautslandið
Ísland
Brúðarsvítan
Sýndarferðalag í
Brúðarsvítuna
Royal Suite
Master Svítur: Afríka, Suðurskautslandið, Ísland, Brúðarsvítan
Heimsálfusvítur Hótel Rangár eru hannaðar með það í huga leyfa gestum okkar að lifa sig inn í stemningu einhverrar af heimsálfunum sjö og njóta um leið þess besta sem hótelið hefur upp á að bjóða.
Asía, Ástralía, Norður Ameríka, Suður Ameríka
Þessar svítur eru heil veröld út af fyrir sig, með handunnum húsgögnum og forvitnilegum listaverkum, sem skapa einstakt andrúmsloft.
Frábær kostur fyrir alla fjölskylduna með einstöku útsýni yfir Eystri-Rangá, sem líður í gegnum landslagið.
Þessi herbergi bjóða upp á hlýleg viðarhúsgögn, dúnmjúkar sængur, stór og þægileg rúm og handmálaðar veggmyndir úr íslenskri náttúru og sögu eftir innlenda listamenn.
Í standard herbergjunum eru það smáatriðin og notalegheitin sem ráða ríkjum, eins og handmálaðar veggmyndir, úrval af kaffi og tei eða dásamlegir baðsloppar og flauelsmjúkir inniskór.