Master Svítur
LÚXUS & HÖNNUN
Heimsálfusvítur Hótel Rangár eru hannaðar með það í huga að leyfa gestum okkar að lifa sig inn í stemningu einhverrar af heimsálfunum sjö og njóta um leið þess besta sem hótelið hefur upp á að bjóða. Svíturnar eru skreyttar og innréttaðar af handverks- og listamönnum hvaðanæva að úr heiminum og því er hver svíta algjörlega einstæð.
Í Antartíkusvítunni, Suðurskautslandinu, eru gestir umkringdir samspili af svörtu og hvítu frá gólfi og upp í loft, en þar eru líka fulltrúar frægustu íbúa heimsálfunnar: einstaklega elskulegar mörgæsir. Afríkusvítan er skreytt munum og minjum sem tengjast fjölbreyttu dýralífi og magnaðri menningu heimsálfunnar, en auk þess er þar stráloft.
Svalir eru á hverri heimsálfusvítu og þaðan er einstakt útsýni yfir stórbrotið landslagið og hina fögru Eystri-Rangá. Svíturnar eru afar rúmgóðar með þægilegum sófa, stóru baðkari og tvíbreiðu rúmi og Nespresso kaffivél. Hér hefur einstök alúð verið lögð í hvert smáatriði til að tryggja að dvölin verði ógleymanleg.
Morgunverður er innifalinn. Umhverfisvænar snyrtivörur og sápur eru í boði á baðherbergjum. Aukarúmum er hægt að bæta við ef óskað er.
- Hjónarúm (king size)
- Auka rúm
- Hámark 4
- 72m²
- Útsýni yfir Rangá
Búnaður
- Baðvörur
- Baðsloppar og inniskór
- Hárblásari
- Bað og sturta
- Peningaskápur
- Frítt WiFi
- Straujárn og straubretti
- Nespresso kaffivél
- Sjónvarp
- Öll herbergi eru reyklaus
Þjónusta
- Norðurljósa hanagal
- Vöknunarþjónusta
- 24 tíma herbergisþjónusta
- Þvotta þjónusta
Afríka
Suðurskauts-landið
Ísland
Brúðarsvítan
Sýndarferðalag í
Brúðarsvítuna
Royal Suite