Litabók & tímarit

Þjóðsögur & Sagnir úr héraðinu

Litabók Hótel Rangá

Litabók Hótel Rangár er skemmtilegt gæluverkefni sem hefur gefið okkur mikið. Litabókin er fyrst og fremst fyrir yngri gesti (þótt fullorðnum sé velkomið að fletta, skoða og lita smá). Í bókinni eru m.a. stuttar þjóðsögur og sagnir úr héraðinu ásamt dásamlegum teikningum sem einstaklega gaman er að lita – fyrir alla aldurshópa.

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Tímarit

Lykilupplýsingar um suðurlandið

Rangá Review

Rangá Review er tímarit sem við gefum út tvisvar á ári, þar sem sagðar eru fréttir úr héraðinu og af ferðaþjónustunni; hvert best er að fara, hvað er áhugaverðast að skoða og hvaða útivistarmöguleikar eru í boði á Suðurlandi. Tvisvar á ári er tímaritið sett saman af hópi sérfróðra fagaðila ásamt ritstjóra sem leita uppi spennandi hugmyndir, heilmikið af fánýtum en skemmtilegum fróðleik og áhugaverða möguleika fyrir gesti til að kynnast öllu því besta sem í boði er á Suðurlandi. Í hverju tímariti eru árstíðarbundnar uppskriftir frá matreiðslumeistaranum, upptalning á ævintýraferðum með leiðsögumönnum í héraðinu, greinar um íslenska listamenn og lykilupplýsingar um alla viðburði í héraðinu.

0
  0
  Karfan þín
  Your cart is emptyReturn to Shop
  Scroll to Top

  Best Price Guaranteed

  Book direct and receive a bottle of red wine
  Hotel Rangá logo in red.
  A glass of red and white wine beside a vase of lupine at the luxury Rangá Restaurant.