Standard
AFSLÖPPUÐ OG NOTALEG
Í standard herbergjunum eru það smáatriðin og notalegheitin sem ráða ríkjum, eins og handmálaðar veggmyndir, úrval af kaffi og tei eða dásamlegir baðsloppar og flauelsmjúkir inniskór. Það er hér sem hinn athafnasami ferðalangur finnur næði og ró eftir langan og viðburðaríkan dag við náttúruskoðun, jöklagöngu eða fjallahjólaferð; slakar á ofan í freyðandi baði eða teygir þægilega úr sér í breiðu rúminu.
Herbergin hafa ýmist tvö rúm eða eitt hjónarúm. Morgunverður er innifalinn. Umhverfisvænar snyrtivörur og sápur eru í boði á baðherbergjum.
Við bjóðum upp á standard herbergi hannað til að mæta þörfum hreyfihamlaðra. Vinsamlegast takið það fram við bókun ef óskað er eftir slíku herbergi.
- Hjónarúm (king size)
- Eða tvö aðskilin rúm
- Hámark 2
- 18m²
- Útsýni yfir Heklu
- Hjólastólaaðgengi
Búnaður
- Baðvörur
- Baðsloppar og inniskór
- Hárblásari
- Nespresso kaffivél
- Peningaskápur
- Frítt WiFi
- Bað og sturta
- Straujárn og straubretti
- Sjónvarp
- USB hleðslustöð
- Öll herbergi eru reyklaus
- Hjólastólaaðgengi
Þjónusta
- Norðurljósa hanagal
- Vöknunarþjónusta
- 24 tíma herbergisþjónusta
- Þvotta þjónusta
Previous
Next
Sýndarferðalag
Standard Rooms
/
LÚXUS & HÖNNUN
Master Svítur
Heimsálfusvíturnar eru hannaðar með það í huga leyfa gestum okkar að lifa sig inn í stemningu heimsálfanna sjö og njóta þess allra besta.EINSTAKAR & ELEGANT
Junior Svítur
Þessar svítur eru heil veröld út af fyrir sig, með handunnum húsgögnum og forvitnilegum listaverkum, sem skapa einstakt andrúmsloft.RÚMGÓÐ & ÞÆGILEG
Deluxe Superior
Deluxe Superior herbergin eru frábær kostur fyrir alla fjölskylduna með einstöku útsýni yfir Eystri-Rangá, sem líður í gegnum landslagið.HLÝLEG OG ÞÆGILEG
Deluxe
Deluxe herbergin bjóða upp á hlýleg viðarhúsgögn, dúnmjúkar sængur, stór og þægileg rúm og handmálaðar veggmyndir.AFSLÖPPUÐ & NOTALEG