Standard herbergi - Hotel Rangá
BÓKA

Standard

Afslöppuð Og Notaleg

Í standard herbergjunum eru það smáatriðin og notalegheitin sem ráða ríkjum, eins og handmálaðar veggmyndir, úrval af kaffi og tei eða dásamlegir baðsloppar og flauelsmjúkir inniskór. Það er hér sem hinn athafnasami ferðalangur finnur næði og ró eftir langan og viðburðaríkan dag við náttúruskoðun, jöklagöngu eða fjallahjólaferð; slakar á ofan í freyðandi baði eða teygir þægilega úr sér í breiðu rúminu.

 

Herbergin hafa ýmist tvö rúm eða eitt hjónarúm. Morgunverður er innifalinn. Umhverfisvænar snyrtivörur og sápur eru í boði á baðherbergjum.

Við bjóðum upp á standard herbergi hannað til að mæta þörfum hreyfihamlaðra. Vinsamlegast takið það fram við bókun ef óskað er eftir slíku herbergi.

Black and white drawing of a king size bed.
Hjónarúm (King Size)
Black and white drawing of two twin beds.
Eða tvö aðskilin rúm
Black and white drawing of two figures.
Hámark 2
Black and white drawing of Hotel Rangá floor plan.
18m²
Black and white drawing of a bathtub at Hotel Rangá.
Sturta eða baðkar með sturtu
Black and white drawing of a mountain view.
Útsýni yfir Heklu
Black and white drawing of a wheelchair.
Hjólastólaaðgengi
/
Black and white drawing of a cloche.
Búnaður
Black and white drawing of lotion and shampoo tubes.
Þjónusta

Þjónusta

Norðurljósahanagal

Við erum með sérstaka kvöld- og næturvakt að fylgjast með gangi mála á himinhvolfinu. Um leið og norðurljósin birtast færðu hringingu frá næturvaktinni: Hanagal!

The northern lights glow green over Hotel Rangá on a snow winter night.

Heitir Pottar

Allir gestir hafa aðgengi að heitum pottum fyrir utan hótelið. Pottarnir þrír eru staðsettir við ánna og eru opnir alla daga. Njótið friðsældarinnar á meðan þið horfið á norðurljósin dansa á stjörnuhimninum.

Woman lounges in a Hotel Rangá geothermal hot tub as the sun shines on her.

Veitingastaður

Veitingastaður Hótels Rangár er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og þjónustu. Áherslan hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu.

Icelandic lamb surrounded by fresh berries and a thyme sprig at the Hotel Rangá Restaurant.

Stjörnuskoðun

Við bjóðum upp á fullkomnustu aðstöðu til stjörnuskoðunar á landinu og þegar vel viðrar er okkar eigin stjörnufræðingur til staðar og fræðir gesti um undur stjörnuhiminsins.

Woman peers through a high-powered telescope in the Hotel Rangá Observatory underneath a starry sky.

Afþreyingarherbergi

Eftir annasaman ævintýradag er tilvalið að slaka á og njóta lífsins á hótelinu. Í afþreyingarherberginu er biljarðborð, spil, taflborð og púsl, opið öllum gestum Hótels Rangár.

Man and woman play pool in Hotel Rangá's game room.
FJÖLDI FALLEGRA LISTAVERKA

List á Hótel Rangá

Við erum hreykin af framlagi íslenskra listamanna á hótelinu, þar sem fjölda fallegra listaverka er að finna. Í nær öllum herbergjum eru einstakar veggmyndir, innblásnar af íslenskri náttúru: hestum á stökki, værukærum sauðkindum, dýrlegum lúpínubreiðum að ógleymdum persónum og atvikum úr Íslendingasögum. Svíturnar geyma líka fagra handverksgripi og listaverk hvaðanæva að úr heiminum. Við leitum til listamanna og fagurkera þegar við veljum inn verk sem prýða hótelið svo gestir okkar megi njóta einstakrar skemmtunar, munaðar og þæginda.

Hotel Rangá Deluxe room with wall mural of Eyjafjallajökull above a king bed and glass doors looking out onto Rangá River.
Mynd eftir Ingibjörg Friðriksdóttir
0
  0
  Karfan þín
  Your cart is emptyReturn to Shop
  Scroll to Top

  Bera saman herbergjatýpur

  HerbergiVerð fráStærðÚtsýniFjöldi maxValmöguleikarAuka rúmWheelchair Access
  sq ft.King Size RúmTvö RúmSvefnsófiVeggrúmAuka rúm
  Standard€36218194Just Hekla2XXX
  Deluxe€50826280Rangá eða Heklu3XX
  Deluxe Superior€63730322Rangá3XXX
  Junior Svítur€83142452Rangá3XX
  Master Svítur€114872775Rangá4XX**2X

  * Látið vita við bókun ef óskað er eftir herbergi með hjólastólaaðgengi

  ** Innbyggð auka rúm eru aðeins í íslensku svítunni, í öðrum master svítum er hægt að bæta við tveimur frístandandi auka rúmum.