List á Hótel Rangá - Hotel Rangá
BÓKA

List á Hótel Rangá

list innblásin af Íslandi

List á Hótel Rangá

Við erum hreykin af framlagi íslenskra listamanna á hótelinu, þar sem fjölda fallegra listaverka er að finna. Í nær öllum herbergjum eru einstakar veggmyndir, innblásnar af íslenskri náttúru: hestum á stökki, værukærum sauðkindum, dýrlegum lúpínubreiðum að ógleymdum persónum og atvikum úr Íslendingasögum. Svíturnar geyma líka fagra handverksgripi og listaverk hvaðanæva að úr heiminum. Við leitum til listamanna og fagurkera þegar við veljum inn verk sem prýða hótelið svo gestir okkar  megi njóta einstakrar skemmtunar, munaðar og þæginda.

Deluxe room at Hotel Rangá, Luxury resort South Iceland
Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Veggmálverk

Í nær öllum herbergjum eru einstakar veggmyndir eftir innlenda listamenn, innblásnar af íslenskri náttúru: hestar á stökki, værukærar sauðkindur, dýrlegar lúpínubreiður að ógleymdum persónum og atvikum úr Íslendingasögum. Listamennirnir fengu algjörlega frjálsar hendur og því er útkoman einstakt listagallerí og hvert herbergi eins og sjálfstætt listaverk.

0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top