Brúðkaup - Hotel Rangá
BÓKA

Brúðkaup

HÓTEL RANGÁ

Hotel Rangá red logo.

“Brúðkaupsdagurinn er einn stærsti dagur í lífi fólks. Starfsfólk Hótel Rangár gætir að hverju smáatriði svo dagurinn verði fullkominn.”

Signature of Hotel Rangá wedding coordinator Majken.

Majken Egumfeldt-Jørgensen

Brúðkaups og viðburðaráðgjafi
Majken Egumfeldt-Jørgensen holding purple lupine flowers outside Hotel Rangá.
Mynd Ingibjörg Friðriksdóttir

Brúðkaup á Hótel Rangá

Black and white drawing of floral archway.

Athöfnin

Náttúrufegurðin í nágrenni Hótel Rangár býður upp á ótæmandi möguleika til að skapa fagrar minningar af brúðkaupi í stórfenglegu umhverfi. Allt frá hjónavígslu í rómantískri sveitakirkju með steindum glergluggum, yfir í víðan leynihelli sem lýstur er með kertaljósi, eða þyrluferð á jökultind með ægifögru útsýni yfir Suðurströndina, eða fagran foss í klakaböndum. Markmið okkar er að draumar ykkar um ógleymanlega athöfn megi rætast.

Black and white drawing of two intertwined rings.

Óskir ykkar

Við leggjum okkur fram til að tryggja að dagurinn sem þið giftið ykkur verði nákvæmlega eins og þið höfðuð ímyndað ykkur – allt frá athöfninni til veislunnar – svo hvert smáatriði verði eftir ítrustu óskum ykkar.

Black and white icon of tiered wedding cake decorated with flowers.

Þjónusta

Við erum í samstarfi við færustu þjónustuaðila til þess að gera stóra daginn ógleymanlegan. Við getum útvegað einhverja bestu ljósmyndara landsins,  svo giftingarmyndirnar megi verma hjörtun um ókomna tíð. Í samvinnu við sérhæfða ferðaþjónustuaðila skipuleggjum við ævintýralegan brúðkaupsdag og sköpum þannig einstakar stundir fyrir brúðhjónin.

A bride and groom at their wedding ceremony in an underground cave in south Iceland.
Mynd Ingibjörg Friðriksdóttir
Queer wedding photoshoot in south Iceland
Mynd Pink Iceland

Mynd eftir Neil Thomas Douglas

Drauma sveitabrúðkaup

Við kynnum Majken

Majken er sérfræðingur Hótel Rangár í skipulagi og undirbúningi brúðkaupa og er í beinu samstarfi við hjónin tilvonandi til að brúðkaupsdagurinn verði fullkominn. Hún er margreyndur viðburðarstjóri frá Danmörku, en býr í nágrenni hótelsins og talar góða íslensku. Hún leggur metnað í að skipuleggja hjónavígslu í kirkjum í nágrenninu eða úti í hinni ægifögru íslensku náttúru. Hún sér um allt frá því að útvega blómaskreytingarmeistara til brúðartertu drauma þinna – möguleikarnir eru óteljandi.

Woman stands on an outdoor balcony overlooking Hotel Rangá's exterior and the Rangá River.
Mynd Ása Steinarsdóttir

Mynd eftir Meredith Bacon

Salirnir á Hótel Rangá

Mynd eftir Neil Thomas Douglas

Glersalur

Veitingasalurinn stendur til boða fyrir einkaveislur þegar allt hótelið er bókað fyrir gesti. Salurinn tekur að hámarki 120 manns í sæti

Rangársalur

Rangársalur er stærri einkasalurinn okkar og hentar fullkomlega í stærri veislur. Hann tekur allt að 60 manns í sæti.

Heklusalur

Heklusalur er minni einkasalurinn okkar og er tilvalinn fyrir allt að 25 manna veislur.

Wedding couple embrace underneath Gluggafoss waterfall.
Mynd Bragi Þór
Wedding couple wearing wedding clothes stand in a field of purple lupine in south Iceland.
Mynd Bragi Þór
Bride and groom in wedding clothes and rubber boots stand in the river in front of Skógafoss.
Mynd Bragi Þór
ástríða fyrir ævintýrum​

Brúðkaup á Hótel Rangá

Hvort sem brúðhjónin vilja lágstemmda og fámenna athöfn og veislu eða halda stóran viðburð með fjölda gesta, þá erum við öllu vön og getum sniðið þjónustuna að ykkar smekk og óskum. Það sem flest brúðhjón vilja er að gera daginn ævintýralegan. Hin mikilfenglega íslenska náttúrufegurð á Suðurlandi er auðvitað stórkostlegur rammi utan um athöfnina sjálfa, en svo má líka bjóða fjölskyldu og gestum upp á ógleymanlega ævintýraferð daginn eftir. Eitt margra skemmtilegra dæma um ævintýrasögu við giftingu á Hótel Rangá er sagan um brúðina í bláu stígvélunum. Smelltu á tengilinn hér fyrir neðan og lestu blogg hjónanna um ævintýri stóra dagsins.

STórfenglegar brúðartertur

Kökur & Skreytingar

Fallegar skreytingar og brúðartertu má ekki vanta á giftingardaginn. Í samstarfi við hjónin tilvonandi finnum við staðsetningu við hæfi og vinnum með sérfræðingum í blóma- og umhverfis-skreytingum til að gera daginn ógleymanlegan. Það eru engin takmörk fyrir því hvað brúðartertan getur orðið stórfengleg, þið komið með hugmyndirnar og bakarmeistarinn okkar sér um að gera þær að veruleika. Hin sígilda íslenska kransakaka er alltaf vinsæll valkostur, en það er líka hægt að velja nútímalegri og litríkari tertu.

Kransakaka, a traditional Icelandic Wedding cake made of almond cookies stacked high in a tower.
Mynd Ingibjörg Friðriksdóttir
Annað spennandi efni
/
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top