Fundir og mannfagnaðir - Hotel Rangá
BÓKA

Fundir & Mannfagnaðir

HÓTEL RANGÁ

Mynd eftir Shannon Smith

Hotel Rangá red logo.

„Hótel Rangá býður upp á þægileg fundarherbergi og -sali, frábærar veitingar og persónulega þjónustu. Fullkominn staður fyrir fundi, ráðstefnur, veislur eða viðburði.“

Signature of Harpa Jónsdóttir, Hotel Rangá Quality Manager.

Harpa Jónsdóttir

Gæðastjóri á Hótel Rangá
Harpa Jónsdóttir Hotel Rangá Quality Manager.
Mynd Bragi Þór Hansson

Mynd eftir Andrew Klotz

Þjónusta og Þægindi í fyrirrúmi

Fundir & Veisluhöld

Hótel Rangá býður upp á fyrirtaks fundaraðstöðu og þjónustu sem hentar fyrir fundi, námskeið og stefnumótunarvinnu. Á annarri hæð hótelsins er glæsileg fundaraðstaða sem samanstendur af tveimur fundarsölum. Í sölunum er þráðlaust net, skjávarpi og annar búnaður sem þarf fyrir fundi.

Svæðið í kringum Hótel Rangá býður upp á fjölbreytta afþreyingamöguleika til að hópurinn njóti sín sem best saman. Teymið okkar er þaulvant að skipuleggja dagskrá sem hentar fjölbreyttum hópum bæði hvað varðar afþreyingu og hópefli.

Eftir annasaman dag er tilvalið að gleyma stað og stund í heitu pottunum og njóta sælkerakvöldverðar á margrómuðum veitingastað Hótel Rangá.

The Rangá Bar decorated with rustic logs and featuring hand carved bar stools.
Mynd Rowell Photography

Salirnir á Hótel Rangá

Glersalur

Veitingasalurinn stendur til boða fyrir einkaveislur þegar allt hótelið er bókað fyrir gesti. Salurinn tekur að hámarki 120 manns í sæti

Rangársalur

Rangársalur er stærri einkasalurinn okkar og hentar fullkomlega í stærri veislur. Hann tekur allt að 60 manns í sæti.

Heklusalur

Heklusalur er minni einkasalurinn okkar og er tilvalinn fyrir allt að 25 manna veislur.

Mynd eftir Andrew Klotz

The upstairs lounge and bar at Hotel Rangá filled with cozy armchairs and wood accents.
Mynd Ingibjörg Friðriksdóttir
Mirror in the Icelandic Suite at Hotel Rangá showing its king bed decorated with a lopapeysa blanket.
Mynd Paige Deasly
Ævintýra Brúðkaup

Brúðkaup

Hin mikilfenglega náttúrufegurð á Suðurlandi gefur möguleika á ótrúlegri fjölbreytni þegar velja skal stað til að gefa saman hjón. Hótel Rangá er staðsett í miðju hinna víðáttumiklu Rangárvalla, hefur frábæra aðstöðu og áralanga þekkingu og reynslu í að skipuleggja hjónavígslur, móttökur, veislur og viðburði.

Möguleikarnir eru óteljandi: falleg athöfn við kristaltæran Gluggafoss; í ilmandi skógi Þorsteinslundar eða á bökkum hinnar breiðu og tignarlegu Rangár; í rómantískri sveitakirkju með steindum glergluggum eða í víðum leynihelli, sem er lýstur upp með kertaljósi. Hvaða stað sem þið veljið þá leggjum við okkur fram um að gera daginn ykkar stórfenglegan og eftirminnilegan.

Allt er mögulegt. Hafið samband við okkur og verið ófeimin við að spyrja, leggja fram hugmyndir eða séróskir. Það er okkur bæði heiður og ánægja að fá að eiga þátt í mikilvægasta degi lífsins með ykkur og því að skapa dásamlegar minningar.

Wedding couple kissing in a wedding ceremony in a church in South Iceland
Mynd Macky Bautista

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Annað Spennandi efni
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top