Um Hótel Rangá - Hotel Rangá
BÓKA

Um Hótel Rangá

Black and white drawing of woman painter.

Íslensk list

Þegar gengið er um Hótel Rangá blasa hvarvetna við málverk, teikningar og veggmyndir. Við erum hreykin af framlagi íslenskra listamanna og leggjum okkar af mörkum til að styðja þá og vekja á þeim athygli. Margar myndanna eru innblásnar af hinu stórbrotna íslenska landslagi og sögum, þar á meðal mörg verk sem hafa verið handmáluð beint á veggi nær allra herbergja.

Black and white drawing of waterfall cascading over a high cliff.

Sjálfbærni

Á Hótel Rangá leggjum við okkur fram um sjálfbærni í rekstrinum – með því að nota græna og endurnýjanlega orku, með endurvinnslu og með því að kaupa hráefni frá framleiðendum úr héraði. Við erum ákafir fylgjendur þeirrar stefnu að vernda náttúruna og umhverfið fyrir komandi kynslóðir og hvetjum gesti okkar til að ástunda sjálfbærni á ferðum sínum um Ísland eins og kostur er.

 

Black and white drawing of woman wearing snowsuit peering through a high-tech telescope at the sky.

Gestrisni

Gestrisni er sannarlega í fyrsta sæti hjá okkur og við leggjum áherslu á að gestir okkar upplifi hið besta sem landið hefur upp á að bjóða. Starfsfólkið er vel að sér um ótal leyndar náttúruperlur á Suðurlandi og er tilbúið að aðstoða gesti við að skipuleggja ógleymanlegan ævintýradag. Og þegar viðburðarríkur dagur er að kvöldi kominn bjóðum við ykkur velkomin til að slaka á og njóta lífsins lystisemda. Eftir glæsilegan kvöldverð í veitingasalnum okkar bíða heitu pottarnir fyrir utan, með fögru útsýni yfir Eystri-Rangá eða stórfenglegri norðurljósasýningu á stjörnubjörtum himni. Og fyrir þá sem vilja kynna sér alheiminn í návígi bjóðum við upp á best útbúna stjörnuskoðunarhús landsins.

 

GEstrisni og Góð þjónusta

Um okkur

Í tuttugu ár hefur Hótel Rangá verið í fremstu röð hótela og veitingastaða á Íslandi. Áhersla okkar hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu. Við bjóðum allt frá þægilegum standard herbergjum upp í stórar og rúmgóðar heimsálfusvítur, en öll herbergi eru innréttuð með það í huga að gestir njóti vellíðunar, þæginda og munaðar með einstökum hætti.

Við leggjum áherslu á að Hótel Rangá sé staðurinn þar sem lúxus er örugglega til staðar fyrir þá sem leita hans. Veitingastaðurinn er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og persónulega þjónustu. Við veljum besta hráefni á hverjum árstíma frá ræktendum og framleiðendum í héraði og leggjum okkur öll fram við að gera dvölina á Hótel Rangá einstaka og ógleymanlega.

Verið velkomin á hvaða árstíma sem er. Við erum til þjónustu reiðubúin.

A sky full of stars above Hotel Rangá luxury hotel in south Iceland.
Mynd eftir Kristján Pétur Vilhelmsson

Saga Hótel Rangá

1999
Upphafið

Elsti hluti Hótel Rangár var reistur 1999 með 21 herbergi, sem friðsælt athvarf í sveitinni. Hótelið var reist á bökkum Eystri-Rangár úr sedrusviði frá New Brunswick í Kanada. Byggingin þótti sérstök og aðlaðandi og hótelið bauð upp á einstök þægindi og frábæra matargerð, svo áður en langt um leið hafði það getið sér gott orð um allt land. Fyrstu eigendur hótelsins voru hrossaræktendur sem hugsuðu það fyrir fólk sem langaði til að kynna sér ræktunina eða kaupa sér hross. Frábær staðsetning hótelsins varð til þess að auka vinsældir þess meðal annarra ferðamanna sem vildu gista miðsvæðis á Suðurlandi þar sem stutt væri í allar helstu náttúruperlur héraðsins. Fljótlega uppgötvuðu gestir einnig að staðsetning hótelsins var einhver sú besta sem völ var á til þess að njóta norðurljósanna.

2003
Friðrik Pálsson kemur til sögunnar

Eftir 30 ára starf sem framkvæmdarstjóri tveggja stærstu fyrirtækja landsins í fiskútflutningi ákvað Friðrik Pálsson að söðla um og keypti þá Hótel Rangá. Útflutningsfyrirtækin voru með stöðvar úti um allan heim og í starfi sínu var Friðrik á ferðalögum allt upp í 200 daga á ári. Þannig hafði hann viðað að sér mikilli þekkingu á því hvernig veitinga- og gististaðir þjóni gestum sínum best svo þeir njóti dvalarinnar til fullnustu. Friðrik nýtti þessa reynslu þegar hann endurnýjaði Hótel Rangá frá grunni og byggði þá á hugmyndum sem hann hafði mótað á löngum tíma. Í náinni samvinnu við fjölmarga verkmenn og hönnuði var herbergjum fjölgað úr 21 í 52 og Friðrik lét byggja nýjan matsal. Síðast fékk hann hugmyndina að hinni frábæru Stjörnuskoðunarstöð Hótel Rangár, sem er sú fullkomnasta á landinu. Friðrik er gestgjafi af guðs náð, enda bæði andlit hótelsins út á við og inn á við. Friðrik fer gjarnan á milli borða í kvöldverðinum til að heilsa upp á gesti, fullvissa sig um að allt sé eins og það eigi að vera og fá að heyra ferðasögu dagsins, eða lauma að einni skemmtisögu yfir eftirréttinum. Frá minnstu smáatriðum til stærstu viðburða þá er hann potturinn og pannan í allri starfsemi hótelsins frá degi til dags.

2003
Hrammur tekur til starfa

Árið 2003 hóf stór og loðinn starfsmaður störf á Hótel Rangá. Hann fékk mjög mikilvægt starf, hlutverk hans var að taka á móti öllum gestum hótelsins. Þegar hann hóf störf var hann nafnlaus og efndum við til nafnakeppi fyrir hann í grunnskólum Hvolsvallar og Hellu. Krakkarnir skrifuðu sögur um hann og stungu upp á nafni. Nafnið sem valið var er Hrammur – þið hittið ísbjörninn Hramm í anddyri hótelsins.

2004-2006
Fyrri viðbygging

Á árunum 2004 til 2006, var ráðist í stækkun á hótelinu, bætt við nýrri herbergjaálmu. Þá var byggð fyrsta svítan á hótelinu. Nýja svíta, Brúðarsvítan, fékk númerið 0, en það er mjög óvenjulegt númer á hótelherbergi. Brúðarsvítan er rúmgóð og fallega hönnuð, í stíl Hótel Rangá, með útsýni í allar áttir, frá Heklu, til Eyjafjallajökli og Eystri – Rangá.

2005
Norðurljósa hanagal

Árið 2005 var Hótel Rangá eitt af fyrstu hótelunum til að bjóða gestum upp á þá þjónustu að þeir yrðu vaktir ef að norðurljósin myndu láta sjá sig. Okkur fannst mikilvægt að bjóða upp á þessa þjónustu þannig að gestir gætu notið dvalarinnar í rólegheitum óhræddir við að missa af dansandi ljósadýrðinni.

2007-2009
Seinni viðbygging

Árið 2007 stóð Friðrik fyrir stækkun og endurnýjun hótelsins í náinni samvinnu við starfsfólk, hönnuði og handverksmenn. Herbergjum var fjölgað í 52, en þar bera hæst heimsálfu-svíturnar sjö, en hver og ein svíta er hugsuð sem fulltrúi fyrir eina af heimsálfunum. Sérvalin listaverk, handverk, húsgögn og innréttingar, sem eru einkennandi fyrir hverja heimsálfu, gera svíturnar algjörlega einstakar. Friðrik og starfsólk hótelsins vann náið með sérfróðum handverksmönnum, smiðum og hönnuðum og leitaði upprunanlegra húsgagna, innréttinga og listaverka fyrir hverja svítu, svo gestir kæmust sem næst því að finnast þeir vera í annarri veröld. Svíturnar bjóða upp á einstakan munað og þægindi fyrir utan að vera heil veröld út af fyrir sig: Norður-Ameríka frumbyggjanna, Ástralía, Suðurskautslandið, Afríka eða Asía!

2012
List á Hótel Rangá

Friðrik er einlægur áhugamaður um listir og menningu og hafði samband við 16 innlenda listamenn til þess að mála veggmyndir í herbergi hótelsins. Þetta verkefni hefur staðið yfir frá árinu 2012 og listamennirnir fá algjörlega frjálsar hendur með hvað þeir gera. Eina skilyrðið er að verkið tengist íslenskri sögu, menningu, náttúru eða þjóðtrú. Listamennirnir hafa málað myndir af persónum og atburðum úr Íslendingasögum, myndir af innlendum blómum, jurtum og gróðri, myndir af norðurljósunum eða villtum dýrum, allt frá íslenska refnum til hinna fjölbreyttu fuglategunda sem eiga sér hreiðurstaði á sumrin umhverfis hótelið.

2014
Stjörnuskoðunarhúsið

Að horfa á norðurljósin er engu líkt og ógleymanlegt að fylgjast með þeim teygja úr sér í allri sinni litadýrð yfir sindrandi svartan stjörnuhiminn. Fáir staðir eru betur staðsettir en Hótel Rangá til að sjá þetta heillandi náttúrufyrirbrigði. Til þess að auðvelda gestum að njóta norðurljósanna og aragrúa hinna sindrandi stjarna sem hvelfist yfir á næturhimninum, ákvað Friðrik að reisa stjörnuskoðunarstöð. Hann fékk til liðs við sig hinn viðkunnanlega og velþekkta stjörnukennara, Sævar Helga Bragason, til að hanna og byggja bestu stjörnuskoðunarstöð á landinu, með færanlegu þaki og tveimur hágæða stjörnusjónaukum.

2018
Deluxe Superior herbergi

Árið 2018 réðumst við í endurnýjun innréttinga í Deluxe Superior herbergjunum okkar. Öll herbergin sex voru innréttuð að nýju og uppfærð til að þjóna öllum gestum okkar betur, meðal annars með opnanlegum baðkerum, sem auðvelda allt aðgengi. Herbergin voru líka gerð fjölskylduvænni með því að bæta innbyggðum veggrúmum í öll herbergin. Herbergin bjóða því upp á að hafa annað hvort eitt tvíbreitt rúm og veggrúm eða tvö rúm og veggrúm. Að auki voru herbergin skreytt vegglistaverkum eftir íslenska listamenn.

2018
Íslenska svítan

Árið 2018 opnaði ný mastersvíta, sjöunda heimsálfusvítan. Heimsálfan sem eftir stóð var Evrópa og nú veitti Ísland okkur innblástur. Við leituðum til Ólafs í Forsæti, eins besta smið landsins í fínsmíði að okkar mati og útskurðarmeistarans Siggu á Grund og í sameiningu smíðuðu þau húsgögn svítunnar. Veggir Íslensku svítunnar eru klæddir kúlupanel og fyrir loftið sóttum við innblástur í gamlar kirkjur á svæðinu. Gengið er inn í herbergið á stuðlabergssteinplötum sem leiðir að steinbaðkari með steinum úr Reynisfjöru. Rúsínan í pylsuendanum er rúmteppið sem er handprjónað af íslenskum prjónakonum en teppið var í yfir ár á prjónunum. Svítan er björt og rúmgóð með útsýni yfir Eystri – Rangá og sveitasæluna sem umkringir hótelið.

2019
Hótel Rangá fagnar 20 ára afmæli

Árið 2019 fögnuðum við tuttugu ára afmæli með hátíðahöldum sem stóðu yfir allt árið, verðlaunum, viðurkenningum og gjafapökkum. Okkur hefur lánast að standa við þau gildi og markmið sem við settum okkur í upphafi. Við fylgjum okkar grænu stefnu fast eftir til að vernda og viðhalda umhverfinu. Við notum endurnýjanlega orku og notum nær eingöngu hráefni sem er ræktað og framleitt í héraði; grænmeti, kjöt, fisk og mjólkurvörur. Okkur er mikið í mun að styðja og styrkja við nærsamfélag okkar eins og við mögulega getum og afhendum því alla þóknun starfsmanna beint til björgunarsveitanna í héraðinu. Við erum hreykin af því að Hótel Rangá er og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Við ætlum áfram að leggja megináherslu á gestrisni og þjónustu við gesti okkar og bjóðum þig og þína velkomna á Hótel Rangá í hjarta Suðurlands.

Upphafið

Elsti hluti Hótel Rangár var reistur 1999 með 21 herbergi, sem friðsælt athvarf í sveitinni. Hótelið var reist á bökkum Eystri-Rangár úr sedrusviði frá New Brunswick í Kanada. Byggingin þótti sérstök og aðlaðandi og hótelið bauð upp á einstök þægindi og frábæra matargerð, svo áður en langt um leið hafði það getið sér gott orð um allt land. Fyrstu eigendur hótelsins voru hrossaræktendur sem hugsuðu það fyrir fólk sem langaði til að kynna sér ræktunina eða kaupa sér hross. Frábær staðsetning hótelsins varð til þess að auka vinsældir þess meðal annarra ferðamanna sem vildu gista miðsvæðis á Suðurlandi þar sem stutt væri í allar helstu náttúruperlur héraðsins. Fljótlega uppgötvuðu gestir einnig að staðsetning hótelsins var einhver sú besta sem völ var á til þess að njóta norðurljósanna.

Hotel Rangá logo in red.
1999

Friðrik Pálson kemur til sögunnar

Eftir 30 ára starf sem framkvæmdarstjóri tveggja stærstu fyrirtækja landsins í fiskútflutningi ákvað Friðrik Pálsson að söðla um og keypti þá Hótel Rangá. Útflutningsfyrirtækin voru með stöðvar úti um allan heim og í starfi sínu var Friðrik á ferðalögum allt upp í 200 daga á ári. Þannig hafði hann viðað að sér mikilli þekkingu á því hvernig veitinga- og gististaðir þjóni gestum sínum best svo þeir njóti dvalarinnar til fullnustu. Friðrik nýtti þessa reynslu þegar hann endurnýjaði Hótel Rangá frá grunni og byggði þá á hugmyndum sem hann hafði mótað á löngum tíma. Í náinni samvinnu við fjölmarga verkmenn og hönnuði var herbergjum fjölgað úr 21 í 52 og Friðrik lét byggja nýjan matsal. Síðast fékk hann hugmyndina að hinni frábæru Stjörnuskoðunarstöð Hótel Rangár, sem er sú fullkomnasta á landinu. Friðrik er gestgjafi af guðs náð, enda bæði andlit hótelsins út á við og inn á við. Friðrik fer gjarnan á milli borða í kvöldverðinum til að heilsa upp á gesti, fullvissa sig um að allt sé eins og það eigi að vera og fá að heyra ferðasögu dagsins, eða lauma að einni skemmtisögu yfir eftirréttinum. Frá minnstu smáatriðum til stærstu viðburða þá er hann potturinn og pannan í allri starfsemi hótelsins frá degi til dags.

Hotel Rangá logo in red.
2003

Hrammur kemur til sögunnar

Árið 2003 hóf stór og loðinn starfsmaður störf á Hótel Rangá. Hann fékk mjög mikilvægt starf, hlutverk hans var að taka á móti öllum gestum hótelsins. Þegar hann hóf störf var hann nafnlaus og efndum við til nafnakeppi fyrir hann í grunnskólum Hvolsvallar og Hellu. Krakkarnir skrifuðu sögur um hann og stungu upp á nafni. Nafnið sem valið var er Hrammur – þið hittið ísbjörninn Hramm í anddyri hótelsins.

Hotel Rangá logo in red.
2003

Fyrri viðbygging

Á árunum 2004 til 2006, var ráðist í stækkun á hótelinu, bætt við nýrri herbergjaálmu. Þá var byggð fyrsta svítan á hótelinu. Nýja svíta, Brúðarsvítan, fékk númerið 0, en það er mjög óvenjulegt númer á hótelherbergi. Brúðarsvítan er rúmgóð og fallega hönnuð, í stíl Hótel Rangá, með útsýni í allar áttir, frá Heklu, til Eyjafjallajökli og Eystri – Rangá.

Hotel Rangá logo in red.
2004 - 2006

Norðurljósa hanagal

Árið 2005 var Hótel Rangá eitt af fyrstu hótelunum til að bjóða gestum upp á þá þjónustu að þeir yrðu vaktir ef að norðurljósin myndu láta sjá sig. Okkur fannst mikilvægt að bjóða upp á þessa þjónustu þannig að gestir gætu notið dvalarinnar í rólegheitum óhræddir við að missa af dansandi ljósadýrðinni.

Hotel Rangá logo in red.
2005

Seinni viðbygging

Árið 2007 stóð Friðrik fyrir stækkun og endurnýjun hótelsins í náinni samvinnu við starfsfólk, hönnuði og handverksmenn. Herbergjum var fjölgað í 52, en þar bera hæst heimsálfu-svíturnar sjö, en hver og ein svíta er hugsuð sem fulltrúi fyrir eina af heimsálfunum. Sérvalin listaverk, handverk, húsgögn og innréttingar, sem eru einkennandi fyrir hverja heimsálfu, gera svíturnar algjörlega einstakar. Friðrik og starfsólk hótelsins vann náið með sérfróðum handverksmönnum, smiðum og hönnuðum og leitaði upprunanlegra húsgagna, innréttinga og listaverka fyrir hverja svítu, svo gestir kæmust sem næst því að finnast þeir vera í annarri veröld. Svíturnar bjóða upp á einstakan munað og þægindi fyrir utan að vera heil veröld út af fyrir sig: Norður-Ameríka frumbyggjanna, Ástralía, Suðurskautslandið, Afríka eða Asía!

Hotel Rangá logo in red.
2007 - 2009

List á Hótel Rangá

Friðrik er einlægur áhugamaður um listir og menningu og hafði samband við 16 innlenda listamenn til þess að mála veggmyndir í herbergi hótelsins. Þetta verkefni hefur staðið yfir frá árinu 2012 og listamennirnir fá algjörlega frjálsar hendur með hvað þeir gera. Eina skilyrðið er að verkið tengist íslenskri sögu, menningu, náttúru eða þjóðtrú. Listamennirnir hafa málað myndir af persónum og atburðum úr Íslendingasögum, myndir af innlendum blómum, jurtum og gróðri, myndir af norðurljósunum eða villtum dýrum, allt frá íslenska refnum til hinna fjölbreyttu fuglategunda sem eiga sér hreiðurstaði á sumrin umhverfis hótelið.

Hotel Rangá logo in red.
2012

Stjörnuskoðunarhúsið

Að horfa á norðurljósin er engu líkt og ógleymanlegt að fylgjast með þeim teygja úr sér í allri sinni litadýrð yfir sindrandi svartan stjörnuhiminn. Fáir staðir eru betur staðsettir en Hótel Rangá til að sjá þetta heillandi náttúrufyrirbrigði. Til þess að auðvelda gestum að njóta norðurljósanna og aragrúa hinna sindrandi stjarna sem hvelfist yfir á næturhimninum, ákvað Friðrik að reisa stjörnuskoðunarstöð. Hann fékk til liðs við sig hinn viðkunnanlega og velþekkta stjörnukennara, Sævar Helga Bragason, til að hanna og byggja bestu stjörnuskoðunarstöð á landinu, með færanlegu þaki og tveimur hágæða stjörnusjónaukum.

Hotel Rangá logo in red.
2014

Deluxe Superior herbergi

Árið 2018 réðumst við í endurnýjun innréttinga í Deluxe Superior herbergjunum okkar. Öll herbergin sex voru innréttuð að nýju og uppfærð til að þjóna öllum gestum okkar betur, meðal annars með opnanlegum baðkerum, sem auðvelda allt aðgengi. Herbergin voru líka gerð fjölskylduvænni með því að bæta innbyggðum veggrúmum í öll herbergin. Herbergin bjóða því upp á að hafa annað hvort eitt tvíbreitt rúm og veggrúm eða tvö rúm og veggrúm. Að auki voru herbergin skreytt vegglistaverkum eftir íslenska listamenn.

Hotel Rangá logo in red.
2018

Íslenska svítan

Árið 2018 opnaði ný mastersvíta, sjöunda heimsálfusvítan. Heimsálfan sem eftir stóð var Evrópa og nú veitti Ísland okkur innblástur. Við leituðum til Ólafs í Forsæti, eins besta smið landsins í fínsmíði að okkar mati og útskurðarmeistarans Siggu á Grund og í sameiningu smíðuðu þau húsgögn svítunnar. Veggir Íslensku svítunnar eru klæddir kúlupanel og fyrir loftið sóttum við innblástur í gamlar kirkjur á svæðinu. Gengið er inn í herbergið á stuðlabergssteinplötum sem leiðir að steinbaðkari með steinum úr Reynisfjöru. Rúsínan í pylsuendanum er rúmteppið sem er handprjónað af íslenskum prjónakonum en teppið var í yfir ár á prjónunum. Svítan er björt og rúmgóð með útsýni yfir Eystri – Rangá og sveitasæluna sem umkringir hótelið.

Hotel Rangá logo in red.
2018

Hótel Rangá fagnar 20 ára afmæli

Árið 2019 fögnuðum við tuttugu ára afmæli með hátíðahöldum sem stóðu yfir allt árið, verðlaunum, viðurkenningum og gjafapökkum. Okkur hefur lánast að standa við þau gildi og markmið sem við settum okkur í upphafi. Við fylgjum okkar grænu stefnu fast eftir til að vernda og viðhalda umhverfinu. Við notum endurnýjanlega orku og notum nær eingöngu hráefni sem er ræktað og framleitt í héraði; grænmeti, kjöt, fisk og mjólkurvörur. Okkur er mikið í mun að styðja og styrkja við nærsamfélag okkar eins og við mögulega getum og afhendum því alla þóknun starfsmanna beint til björgunarsveitanna í héraðinu. Við erum hreykin af því að Hótel Rangá er og horfum björtum augum til framtíðarinnar. Við ætlum áfram að leggja megináherslu á gestrisni og þjónustu við gesti okkar og bjóðum þig og þína velkomna á Hótel Rangá í hjarta Suðurlands.

Hotel Rangá logo in red.
2019
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top