Staðsetning - Hotel Rangá
BÓKA

Staðsetning

Hótel Rangá er í hjarta Suðurlands

Staðsetning Hótel Rangár

Hótel Rangá er í fagurri sunnlenskri sveit og staðsetningin gæti ekki verið betri fyrir þá sem vilja skoða náttúruundur og fegurð Suðurlands. Bílastæðin við hótelið ásamt hleðslu fyrir rafmagsnbíla eru gjaldfrjáls. Hótel býður ekki upp á skipulagðar rútuferðir, hvorki til og frá höfuðborgarsvæðinu né flugstöð Leifs Eiríkssonar, en við getum hjálpað þér að bóka sæti til og frá hótelinu. Einnig er hægt að útvega stóra jeppa, leigubíl, eðalvagn eða þyrlu. Einnig er hægt að taka almenningsvagn, strætó, frá Mjódd í Reykjavík, en ferðir geta verið óreglulegar eftir árstímum.

Green northern lights above the Rangá Observatory in south Iceland.
Mynd eftir Kristján Pétur Vilhelmsson
Overhead view of a country road in south Iceland with mountains and ocean in the background.
Mynd eftir With Luke
Á leiðinni er fagurt útsýni til allra átta

Aksturstími og leiðsögn

Fylgdu þjóðvegi 1, Suðurlandsvegi, í austur. Aktu í gegnum Selfoss og áfram í gegnum Hellu. Hótel Rangá er aðeins 8 km. austur af Hellu, um 600 metra frá þjóðveginum. Beygt er til hægri í gegnum hliðið við þjóðveginn og er vel merkt.

Reykjavík til Hótel Rangár

96km/60mi

Aksturstími

1.5 klst.

Glljúfrabúi neighbour to Seljalandsfoss
Mynd eftir Ingibjörg Friðriksdóttir
Það eru margar fagrar perlur í nágrenninu.

Náttúrufegurð á næstu grösum

Frá Hótel Rangá er stuttur akstur til fegurstu áfangastaða Suðurlands, eins og að Seljalandsfossi, Gljúfrabúa og Nauthúsagili og þaðan inn í Þórsmörk. Fljótshlíðin er einstök náttúrparadís og söguslóðir frægustu Íslendingasögunnar: Njáls sögu. Þar má líka finna hinn fagra Gluggafoss og þar er hinn stórmerkilega Drumbabót, þar sem ævaforninr trjábolir standa upp úr sandinum. Í Fljótshlíð er líka Nínulundur, minningarlund um Nínu Sæmundsson, sem fyrst íslenskra kvenna lærði höggmyndalist, og Þorsteinslund, minningarlund um Þorstein Erlingsson, skáld, sem kvað: „Fyrr var oft í koti kátt.“ Í lundinum er einmitt höggmynd af honum eftir Nínu. Gönguferð niður með Eystri-Rangá er dásamleg útivist, þar sem náttúran, fuglalífið, himininn og hin kristaltæra á mynda einstaka stemningu.

Seljalandsfoss

Keyrsla: 20 mín

Geysir

Keyrsla: 1.10 Klst

Gullfoss

Keyrsla: 1.10 Klst

Reynisfjara

Keyrsla: 1.10 klst

The Diamond Beach

keyrsla: 3 klst

Skógafoss Waterfall

Keyrsla: 50 mín

the Glacier Lagoon

keyrsla: 3 klst

Black Sand
Beach

keyrsla: 1 klst

Hafa samband

Fyrir almennar fyrirspurnir eða endurgjöf á þjónustu, vinsamlegast hafið samband með því að fylla út formið hér að neðan. Það er líka hægt að hafa samband í gegnum síma: +354 487 5700.

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Hótel Rangá

Suðurlandsvegi 851 Hella

Sími: +354 487 5700

Vertu í sambandi

0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top