FAQ - Hotel Rangá
BÓKA

Algengar spurningar

Um hótelið

Check-in er kl. 15:00 og check-out er kl. 12:00 um hádegi.

Já, við erum með ofnæmisprófaða kodda og sængur. Sendu netpóst á hotelranga@hotelranga.is með óskum þínum áður en þú kemur.

Við erum ekki með sundlaug eða spa. Hins vegar eru þrír heitir potta fyrir utan hótelið, þar sem frábært er að fylgjast með norðurljósunum eða sólsetrinu.  Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar eru bæði á Hellu og Hvolsvelli í næsta nágrenni.

Við erum með tíu hleðslustöðvar fyrir Evrópsk tengi, tegund A. Gjaldfrjálst fyrir viðskiptavini Hótels Rangár. 

Geothermal hot tub beside Hotel Rangá luxury hotel in south Iceland.
Mynd eftir Hall Karlsson
Green northern lights above Hotel Rangá in south Iceland.
Mynd eftir Brent Darby

Norðurljós & Stjörnuskoðun

Stjörnuskoðunarhúsið er opið öllum gestum hótelsins og Rangá Restaurant. Það er þó velkomið fyrir aðra að hafa samband við móttökuna og kanna hvort hægt sé að opna húsið.

Stjörnuskoðunarstöðin er opin á hverju kvöldi þegar himininn er heiðskír og þá er stjörnufræðingur ávallt til staðar. En það er sjálfsagt að sýna þér stöðina utan opnunartíma, en þá er því miður ekki hægt að nota sjónaukana.

Sólin er á lofti nánast allan sólarhringinn yfir sumarið á Íslandi. Af þeim sökum er stjörnuskoðunarhúsið aðeins opið frá byrjun september fram í lok apríl, nema sérstaklega sé beðið um að fá að skoða það. Til að skoða stjörnurnar við bestu skilyrði þarf himinn að vera alheiður og engar líkur mega vera á regni eða stormi, þar sem raki og vindur gætu skemmt sjónaukana og háloftaský skyggja á útsýnið. Við opnum stjörnuskoðunarhúsið þegar veðurspá er hagstæð og útlit er fyrir að himinn verði heiðskír í einhverjar klukkustundir.

Áhugaverðir staðir

Á leiðinni til Víkur er margt að sjá og margir spennandi áfangastaðir eins og Seljalandsfoss, Gljúfrabúi, Eyjafjallajökull, Seljavallalaug, Safnið í Skógum, Skógafoss, Mýrdalsjökull, Dyrhólaey og Reynisfjara. Frá Hótel Rangá til Víkur er um það bil 80 mínútna akstur. Ef þú stoppar á leiðinni til að skoða þig um, gæti þetta auðveldlega orðið góð dagsferð.

Seljalandsfoss waterfall cascades down
Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur
Buggy Tours
Mynd eftir Lucas Raven

Útivist og afþreying

Jeppaferðir, snjósleðaferðir, fjórhjólaferðir, hestaferðir og jöklaganga eru alltaf eftirsóttar ferðir. Við getum bókað margvíslegar ferðir fyrir þig og þína, því það er margt í boði og örugglega eitthvað fyrir alla. Kíktu á útivistarsíðuna okkar hér.

Við getum aðstoðað þig að skipuleggja ferðir sem eru klæðskerasniðnar fyrir börn á öllum aldri. Þú gætir ekið eftir Suðurströndinni með ungbarnið eða farið í reiðtúr með eldra barni og jafnvel verið farþegi á fjórhóli sem unglingurinn ekur eftir svörtum fjörusandinum. Það er fjöldinn allur af möguleikum fyrir fjölskyldur með börn. Þú getur lesið meira um það sem er í boði á þessu bloggi.

 

You can read more about what is available in this blog post.

Já, það er hægt að fara í göngur eða aka sleða á jöklunum hér í nágrenninu árið um kring. Þú gætir jafnvel komist í íshellaskoðun ef veður leyfir.

Það eru margar frábærar gönguleiðir í nágrenninu og líka gönguleiðir sem reyna meira á. Það er alltaf hægt að fá sér göngu meðfram hinni fögru Eystri-Rangá rétt við hótelið og léttir göngu- og heilsustígar eru á Hellu og Hvolsvelli. En ef þig langar að reyna vel á þig gætirðu gengið upp á Þríhyrning, sem er aðeins í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Hótel Rangá. Ef þú sækist eftir virkilega krefjandi göngu þá mælum við með leiðsögumanni. Sendu fyrirspurn á hotelranga@hotelranga.is og fáðu frekari upplýsingar.

Það er ekki nauðsynlegt. Þú getur bókað ferð hjá okkur um leið og þú kemur og það eru miklar líkur á að það verði laust pláss. Það er líka hægt að bóka fyrirfram. En það er rétt að muna að breytingar á veðurfari geta haft áhrif á hvort ferðin er farin eða felld niður. Ferðaþjónustufyrirtækin sem við skiptum mest við reyna hvað þau geta til að tryggja að ferð sé farin jafnvel þótt veðrið sé leiðinlegt. Það er alltaf möguleiki á að færa bókunina á annan dag og ferðir sem falla niður vegna veðurs eru ávallt endurgreiddar.

Rangá Restaurant

Að sjálfsögðu. Við mælum með að þú pantir borð fyrirfram með því að hringja í síma 487-5700 eða sendir póst á hotelranga@hotelranga.is

Matreiðslumeistari okkar og starfslið hans er meira en tilbúið til að koma á móts við allar kröfur eða sérþarfir sem þú óskar eftir. Við erum með vegan/grænmetisréttar valmöguleika fyrir alla rétti á matseðlinum og getum auðveldlega útbúið rétti sem hafa ekki helstu ofnæmishvata, eins og glúten, hnetur, mjólkurvörur o.sv.fr. Mikilvægt að þú upplýsir okkur um allar sérþarfir varðandi mat með því að senda póst á hotelranga@hotelranga.is áður en þú kemur. Ef þú ætlar að gista lengur en eina nótt og ætlar að borða hjá okkur nokkur kvöld í röð, þá endilega láttu þjónana vita svo við getum útbúið fjölbreyttan matseðil handa þér.

Gourmet dining at the Rangá Restaurant.
Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top