Vertu hluti af hópnum
Starfsmaður í móttöku
Á Hótel Rangá leggjum við áherslu á fyrsta flokks þjónustu og jákvætt starfsumhverfi. Við leitum eftir starfsmanni í móttöku í fullt starf.
Starfið felur í sér að taka vel á móti gestum og aðstoða þá við að bóka ferðir og leiðbeina þeim um ævintýraheim Suðurlandsins. Jafnframt að svara bókunarpóstum og síma.
- Góða tungumála- og tölvukunnáttu
- Ríka þjónustulund
- Góða framkomu
- Að geta hafið störf sem fyrst
Við hvetjum þig til að sækja um starfið ef þú vilt vera hluti af Rangá hópnum. Við skoðum allar umsóknir og verðum í sambandi við þá umsækjendur sem koma til greina. Húsnæði er í boði.






FRamúrskarandi þjónusta
Um Hótel Rangá
Í tuttugu ár hefur Hótel Rangá verið í fremstu röð hótela og veitingastaða á Íslandi. Áhersla okkar hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu. Við bjóðum allt frá þægilegum standardherbergjum upp í stórar og rúmgóðar heimsálfusvítur, en öll herbergi eru innréttuð með það í huga að gestir njóti vellíðanar, þæginda og munaðar með einstökum hætti.