Stjörnuskoðunarhúsið
HÓTEL RANGÁ
Myndband eftir Leonardo Gutiérrez

„Næturhimininn er síbreytilegur og það er alltaf eitthvað nýtt að sjá: ótrúlega fögur stjörnumerki dýrahringsins, fjarlægar plánetur eða hin stórfenglegu norðurljós.“
Sævar Helgi Bragason
Stjörnufræðikennari í stjörnuskoðunarhúsi rangá
Mynd eftir Karl Ólafsson
Stjörnuskoðunarhúsið

Stjörnusjónauki 1
Celestron Edge HD Schmidt-Cassegrain er 14 tommu spegilsjónauki. Hann er einstakur fyrir stjörnuskoðun eða stjörnuljósmyndun. Hann nemur hluti langt handan við sólkerfi okkar í einstaklega góðri skerpu og upplausn, auk þess að vera með frábæra aðdráttarlinsu.

Stjörnusjónauki 2
TEC 160ED er 160 mm lithreinn linsusjónauki á Astrophysics 900 standi. Þetta er öflugur sjónauki fyrir stjörnuskoðun og stjörnuljósmyndun sem skapar frábæra nálægð við undur og fegurð geimsins og sýnir ótrúleg smáatriði í útliti stjarna og pláneta.

Húsið
Stjörnuskoðunarhúsið er um 150 metra austur af hótelinu. Með því að þrýsta á hnapp færist þakið til hliðar svo næturhimininn blasir við í allri sinni dýrð. Háir veggir verja gesti fyrir köldum næturvindinum, en við bjóðum líka þykka og hlýja útigalla svo þú njótir stjörnuskoðunarinnar til fulls. Um 20 manns geta verið samtímis inni í stjörnuskoðunarhúsinu og horft á Vetrarbrautina teygja sig glitrandi skæra yfir himininn. Lestu meira um stjörnuskoðun á Hótel Rangá á þessu bloggi.

Sérfræðingar
Frá byrjun september fram í lok apríl er okkar eigin stjörnufræðingur til staðar á heiðskírum kvöldum til að leiðsegja gestum okkar um undur stjarnhiminsins. Þá fá gestir leiðbeiningar um notkun sjónaukanna, svo ekkert smáatriði í víðáttu geimsins fari framhjá neinum. Horfðu með okkur til himins og þú færð að vita ýmislegt um undur alheimsins, heyra sögurnar á bakvið hin fornu merki dýrahringsins og fræðslu um myndun fjarlægra stjarna, stjörnuþoka og pláneta.
Mynd eftir Ragnar Th. Sigurðsson
Ferðastu stafrænt um stjörnuskoðunarhúsið
Stjörnuskoðun á Instagram
Komdu með okkur í stjörnuskoðun á instagram @hotelranga
Algengar spurningar
Sólin er á lofti nánast allan sólarhringinn yfir sumarið á Íslandi. Af þeim sökum er stjörnuskoðunarhúsið aðeins opið frá byrjun september fram í lok apríl, nema sérstaklega sé beðið um að fá að skoða það. Til að skoða stjörnurnar við bestu skilyrði þarf himinn að vera alheiður og engar líkur mega vera á regni eða stormi, þar sem raki og vindur gætu skemmt sjónaukana og háloftaský skyggja á útsýnið. Við opnum stjörnuskoðunarhúsið þegar veðurspá er hagstæð og útlit er fyrir að himinn verði heiðskír í einhverjar klukkustundir.
Stjörnuskoðunarhúsið er opið á hverju kvöldi þegar himininn er heiðskír og þá er stjörnufræðingur ávallt til staðar. En sjálfsagt er að sýna húsið utan opnunartíma, en þá er því miður ekki hægt að nota sjónaukana.
Já. Þegar húsið er opið er stjörnufræðingur ávallt á staðnum. Best er að bóka tíma fyrirfram. Yfirleitt vitum við um kl. 17:00 samdægurs hvort skilyrði verði nógu góð til að opna húsið.