Sjálfbærni og umhverfið
Forðumst skaðleg áhrif á umhverfið
Umhverfisstefnan
Við fylgjum grænni stefnu í rekstri okkar og höfum tekið upp fyrirbyggjandi aðgerðir til að vernda og viðhalda umhverfinu fyrir komandi kynslóðir. Við erum meðvituð um þau áhrif sem starfsemi okkar getur haft á umhverfið og leitum því ávallt grænna og umhverfisvænna lausna. Við leggjum okkur fram um að forðast að valda skaðlegum áhrifum með rekstri okkar.
Við fylgjum lögum um umhverfismál og höfum frumkvæði að úrbótum vegna skilyrða og reglugerða sem vænta má í framtíðinni. Við viljum viðhalda náttúrlegum auðlindum með ábyrgri notkun á orku, vatni og hráefnum, um leið og við leggjum áherslu á að uppfylla allar þær gæðakröfur í þjónustu og veitingum sem gestir okkar vænta.


Viðurkenning fyrir umhverfisvernd
Hótel Rangá er í samtökunum Small Luxury Hotels of the World sem samanstendur af yfir 500 lúxushótelum í 90 löndum. Hvert hótel hefur þá sérstöðu að vera lítil einkarekin lúxushótel. Samtökin tilnefndu hótelið sem hluta af „The Considerate Collection“, þá tilnefningu fengu aðeins örfá útvalin hótel. Hótelinu eru valin vegna þess að þau sýna framúrskarandi lausnir í umhverfismálum, veita persónulega þjónustu og eru samfélagslega sinnuð.
Fyrsta íslenska rafmagnsflugvélin
Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands hóf sig á loft í júlí 2022. Fyrir verkefninu stóðu Friðrik Pálsson eigandi Hótel Rangá og Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands ásamt fleirum. Friðrik hefur lengi verið baráttumaður fyrir sjálfbærni og var hann einn af þeim fyrstu sem átti Tesla rafmagnsbíl hér á landi.
Þar sem Ísland er staðsett á milli Evrópu og Norður-Ameríku er það eftirsóknarverður staður fyrir orkuskipti í millilandaflugi. Því er fyrsta rafmagnsflugvél Íslands aðeins byrunin. Rafmagnsflugvélar eru leið framtíðarinnar.


Græn og endurnýtanleg orka
Hótel Rangá notar aðeins sjálfbæra orku við húshitun og heitt vatn. Allt rafmagn sem hótelið notar er ýmist frá vatnsafls- eða jarðhitavirkjunum, sem hvoru tveggja eru sjálfbærar orkulindir
Spörum orku
Hótel Rangá notar orkusparandi ljósaperur og við höfum sett skynjara á gangana til að draga úr orkusóun. Til að minnka orkuþörfina enn frekar er Hótel Rangá einangrað með 50% meiri einangrun en venjan er í nýjum byggingum hér á landi.


Birgjar úr héraði
Við notum eins mikið af hráefni úr héraðinu og mögulegt er. Hinar fjölmörgu garðyrkjustöðvar á Suðurlandi tryggja ferskt grænmeti árið um kring. Hótelið kaupir einnig nýjan lax sem veiddur er í héraðinu, sem og bleikju, mjólkurvörur, nauta-, lamba- og fuglakjöt frá bændum í héraði og nýjan fisk frá sjómönnum við ströndina. Allt kjöt og allar mjólkurvörur sem við bjóðum upp á eru án vaxtarhormóna, sýklalyfja eða annarra aukaefna.
Endurnýjun
Hótel Rangá er í samstarfi við Grunnskólann á Hellu. Við útvegum þeim gömul rúmföt sem við erum hætt að nota, úr þeim sauma nemendur jólasveinapoka. 13 dögum fyrir jól koma ísensku jólasveinarnir neðan úr byggðum og gefa gestum okkar smáræði í „skóinn“. Við útvegum skólanum saumavélar fyrir textíl og annað tilfallandi í staðin.
Einnig erum við í samstarfi við VISS vinnnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með skerta starfsgetu á Hvolsvelli. Við útvegum þeim gamla borðdúka og úr þeim sauma þau litla gjafapoka fyrir steinglös sem seld eru á Hótel Rangá. Við útvegum VISS tæki og tól sem þau þurfa í staðin.


Endurvinnsla
Hótel Rangá endurvinnur eins mikinn úrgang og mögulegt er, m.a. pappír, gler, plast, steikingarolíu og lífrænan úrgang.
Hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla
Við erum með tíu hleðslustöðvar fyrir Evrópsk tengi, tegund A. Það er gjaldfrjálst fyrir gesti okkar að hlaða bíla á meðan á dvöl þeirri stendur.

Uppástungur
Stay in touch
