Sjálfbærni og umhverfið - Hotel Rangá

Sjálfbærni og umhverfið

Forðumst skaðleg áhrif á umhverfið

Umhverfisstefnan

Við fylgjum grænni stefnu í rekstri okkar og höfum tekið upp fyrirbyggjandi aðgerðir til að vernda og viðhalda umhverfinu fyrir komandi kynslóðir. Við erum meðvituð um þau áhrif sem starfsemi okkar getur haft á umhverfið og leitum því ávallt grænna og umhverfisvænna lausna. Við leggjum okkur fram um að forðast að valda skaðlegum áhrifum með rekstri okkar.

 

 

Við fylgjum lögum um umhverfismál og höfum frumkvæði að úrbótum vegna skilyrða og reglugerða sem vænta má í framtíðinni. Við viljum viðhalda náttúrlegum auðlindum með ábyrgri notkun á orku, vatni og hráefnum, um leið og við leggjum áherslu á að uppfylla allar þær gæðakröfur í þjónustu og veitingum sem gestir okkar vænta.

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur
Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Græn og endurnýtanleg orka

Hótel Rangá notar aðeins sjálfbæra orku við húshitun og heitt vatn. Allt rafmagn sem hótelið notar er ýmist frá vatnsafls- eða jarðhitavirkjunum, sem hvoru tveggja eru sjálfbærar orkulindir

Spörum orku

Hótel Rangá notar orkusparandi ljósaperur og við höfum sett skynjara á gangana til að draga úr orkusóun. Til að minnka orkuþörfina enn frekar er Hótel Rangá einangrað með 50% meiri einangrun en venjan er í nýjum byggingum hér á landi.

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur

Birgjar úr héraði

Við notum eins mikið af hráefni úr héraðinu og mögulegt er. Hinar fjölmörgu garðyrkjustöðvar á Suðurlandi tryggja ferskt grænmeti árið um kring. Hótelið kaupir einnig nýjan lax sem veiddur er í héraðinu, sem og bleikju, mjólkurvörur, nauta-, lamba- og fuglakjöt frá bændum í héraði og nýjan fisk frá sjómönnum við ströndina. Allt kjöt og allar mjólkurvörur sem við bjóðum upp á eru án vaxtarhormóna, sýklalyfja eða annarra aukaefna.

Endurvinnsla

Hótel Rangá endurvinnur eins mikinn úrgang og mögulegt er, m.a. pappír, gler, plast, steikingarolíu og lífrænan úrgang.

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Uppástungur

Við tökum öllum uppástungum og ábendingum fagnandi. Ert þú með einhverjar uppástungur um hvernig við getum orðið umhverfisvænna hótel? Sendu okkur endilega línu.
 
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Stay in touch

Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur
0
  0
  Karfan þín
  Your cart is emptyReturn to Shop
  Scroll to Top

  Best Price Guaranteed

  Book direct and receive a bottle of red wine
  A glass of red and white wine beside a vase of lupine at the luxury Rangá Restaurant.