Rangá Restaurant

HÓTEL RANGÁ
Hotel Rangá red logo.

"Nýtt hráefni úr héraði gerir gæfumuninn í matargerð og tryggir þau einstöku bragðgæði sem finnast hvergi annars staðar en á Íslandi."

Signature of chef Pétur Jóni at Hotel Rangá Restaurant.

Péter Jóni

Yfirkokkur á Hótel Rangá
Péter Jóni - Hotel Rangá's Head Chef stands in the Rangá Restaurant.
Mynd Ingibjörg Friðriks

Rangá Menus

Veitingastaður Hótels Rangár er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og þjónustu. Við veljum besta hráefni á hverjum árstíma frá ræktendum og framleiðendum í héraði og leggjum okkur fram við að gera dvölina á Hótel Rangá einstaka og ógleymanlega.

Áherslan hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu.

Nokkrir réttir hafa skapað sér algjöra sérstöðu hvað
vinsældir varðar, en þar má nefna sveppasúpuna, hreindýra-carpaccio, Rangárlaxinn, fjallalambið og að sjálfsögðu súkkulaðikúluna, sem enginn fær staðist.

Þú getur valið úr girnilegum og fjölbreyttum réttum með hinu einstaka norræna ívafi. Kvöldverðarseðillinn er í boði frá 18:30 til 22:00.
Fjölbreytt úrval af góðgæti í boði, allt frá villisveppasúpu að nýjum fiski. Hádegisverðarseðillinn er í boði frá 12:00 til 15:00.
Egg framreidd af ósk hvers og eins, ferskir ávextir, hafragrautur, ilmandi kaffi og jafnvel kampavín. Morgunverðarseðillinn okkar svíkur engan. Morgunverður er frá 7 til 10.
Gómsætt úrval af snarli og léttum réttum eins og freistandi samloka, girnilegur hamborgari, brakandi ferskt salat og ilmandi súpu. Barseðillinn er í boði allan sólarhringinn og einnig í herbergisþjónustu.
Sérstakur matseðill fyrir krakkana. Hamborgari, pasta með heimagerðri tómatsósu eða samloka og franskar.
Við útbúum hollt og girnilegt nesti fyrir fjölskylduna. Vinsamlegast pantið nesti fyrir kl. 19:00 daginn áður.

Ævintýri

Skapaðu ógleymanlegar stundir með því að prófa eitthvað óhefðbundin eins og matarupplifun í íslenskum helli.

Til að auka fjölbreyttni bjóðum við upp á árstíðabundna matseðla úr hráefni. Við veljum nýtt hráefni af bestu mögulegu gæðum og sækjum þar nær eingöngu til staðbundinna framleiðenda í héraði, svo sem grænmetisbænda, nautaræktenda og báta-sjómanna.

Svo er að sjálfsögðu hinn víðfrægi skandínavíski jólamatseðill, en margar fjölskyldur og fyrirtæki bóka borð með árs fyrirvara til að eiga öruggt sæti við veisluborðið.

Kvöldverður í ævintýraheimi Hellanna á Hellu. Matreiðslumeistari okkar setur saman dýrindis þriggja rétta kvöldverð að víkingasið.
Fyrir hver jól stendur gestum til boða að setjast að sannkallaðri jólaveislu. Þrettán réttir, bæði hefðbundnir og vegan, með áherslu á íslenskt jólagóðgæti.
Hótel Rangá býður upp á girnilegan fjögurra rétta villibráðarseðil á föstudögum, laugardögum og sunnudögum til nóvember loka.
Christmas at Hotel rangá
Jólaseðill Hótel Rangá. Mynd Ingibjörg Friðriks.
Villibráðarseðill Hótel Rangá
Mynd Ingibjörg Friðriks.

Rangá Barinn

Barinn okkar er einstaklega vel birgur og því notalegt athvarf í hjarta hótelsins, hverjum þeim ferðalangi sem þarf á hressingu að halda eftir langan dag. Barinn er smíðaður úr grófhöggnum trjábolum, en barstólarnir tveir eru skornir út af ítölskum handverksmeistara, og eru líklega mest ljósmynduðu hlutir hótelsins, fyrir utan ísbjörninn Hramm. Á barnum er eitt mesta viskýúrval landsins, svo allir sannir viskýaðdáendur ættu að finna það sem þá þyrstir í. Sígild hanastél eða sérblandaðir drykkir af hverju tagi standa til boða, og hér færðu líka rautt eða hvítt Rully Bourgogne, sem er sérstaklega átappað fyrir Hótel Rangá. Að sjálfsögðu er einnig úrval af bjór frá íslenskum brugghúsum.

Léttvín er valið af kostgæfni svo vínlistinn endurspegli úrval af frábærum þrúgum og bjóði það besta frá helstu vínræktarhéruðum heimsins.
Eitt besta úrval af viskýi á landinu auk fremstu tegunda í koníaki, líkjör, gini og vodka hvaðanæva að úr heiminum, og gott úrval af bjór. Hamingju stund frá 15 til 18.
Prófaðu klassískan Amaretto Sour eða Heklu-hanastél með íslenskum vodka, hindberjalíkjör og súraldinsafa. Eða jafnvel óáfengan Mojito.
0
    0
    Karfan þín
    Your cart is emptyReturn to Shop
    Scroll to Top