Rangá Restaurant

HÓTEL RANGÁ

Mynd eftir Andrew Klotz

Hotel Rangá red logo.

„Nýtt hráefni úr héraði gerir gæfumuninn í matargerð og tryggir þau einstöku bragðgæði sem finnast hvergi annars staðar en á Íslandi.“

Signature of chef Pétur Jóni at Hotel Rangá Restaurant.

Péter Jóni

Yfirmatreiðslumaður á Rangá Restaurant

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Norræn matarupplifun

Rangá Restaurant

Veitingastaður Hótels Rangár er rómaður fyrir frábæra matargerð, gott hráefni og þjónustu. Við veljum besta hráefni á hverjum árstíma frá ræktendum og framleiðendum í héraði og leggjum okkur fram við að gera dvölina á Hótel Rangá einstaka og ógleymanlega.

 

Áherslan hefur ávallt verið á hina sígildu íslensku gestrisni, framúrskarandi veitingar og persónulega þjónustu.

 

Nokkrir réttir hafa skapað sér algjöra sérstöðu hvað
vinsældir varðar, en þar má nefna sveppasúpuna, hreindýra-carpaccio, Rangárlaxinn, fjallalambið og að sjálfsögðu súkkulaðikökuna, sem enginn fær staðist.

Plate of white fish and asparagus with a glass of white wine in the Rangá Restaurant.
Mynd eftir Hall Karlsson
Black and white icon of tiered wedding cake decorated with flowers.

Hráefni

Gott hráefni er grundvöllurinn að vandaðri matargerð og skapandi samspil milli þess og faglegrar eldamennsku ræður úrslitum um ánægju gestanna í veitingasalnum. Við veljum nýtt hráefni af bestu mögulegu gæðum og sækjum það nær eingöngu til staðbundinna framleiðenda í héraði, svo sem grænmetisbænda, nautaræktenda og báta-sjómanna.

Hand drawn image of Hotel Rangá with green northern lights overhead.

Fjölbreytni

Fjölbreytnin felst í mismunandi áherslum milli ólíkra rétta og á einkenni þeirra matarhefða þar sem frábært íslenskt hráefni nýtur sín hvað best. Þar ber hæst hin einstaka norræna matargerð, sem segja má að hafi sigrað heiminn á undanförnum árum, en um leið endurspeglar matseðillinn hið besta úr sígildri franskri og ítalskri matargerð.

Black and white drawing of woman wearing snowsuit peering through a high-tech telescope at the sky.

Árstíðirnar

Veitingastaður Hótel Rangár er þekktur fyrir árstíðabundna þriggja rétta sælkeramatseðillinn, með ómótstæðilegum sérvöldum réttum fyrir vetur, sumar, vor og haust.

Svo er að sjálfsögðu hinn víðfrægi skandínavíski jólamatseðill, en margar fjölskyldur og fyrirtæki bóka borð með árs fyrirvara til að eiga öruggt sæti við veisluborðið.

Vínlistinn er langur og fjölbreyttur með úrvali af góðu víni af öllum tegundum frá bestu framleiðendum í heimi. Bæði hinn lífsglaði leikmaður

og hinn kröfuharði kunnáttumaður í vínfræðum finna það sem hugurinn girnist.

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Cocktail topped with red cherry and blueberries at the Rangá Bar.
Mynd eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur
Glæsilegt Viskýsafn

Rangárbarinn

Barinn okkar er einstaklega vel birgur og því notalegt athvarf í hjarta hótelsins, hverjum þeim ferðalangi sem þarf á hressingu að halda eftir langan dag. Barinn er smíðaður úr grófhöggnum trjábolum, en barstólarnir tveir eru skornir út af ítölskum handverksmeistara, og eru líklega mest ljósmynduðu hlutir hótelsins, fyrir utan ísbjörninn Hramm. Á barnum er eitt mesta viskýúrval landsins, svo allir sannir viskýaðdáendur ættu að finna það sem þá þyrstir í. Sígild hanastél eða sérblandaðir drykkir af hverju tagi standa til boða, og hér færðu líka rautt eða hvítt Rully Bourgogne, sem er sérstaklega átappað fyrir Hótel Rangá. Að sjálfsögðu er einnig úrval af bjór frá íslenskum brugghúsum.

Mynd eftir Ásu Steinarsdóttur

Matseðlar

Matarupplifanir

Kvöldverður í ævintýraheimi hellanna

Kvöldverður í ævintýraheimi Hellanna á Hellu. Matreiðslumeistari okkar setur saman dýrindis þriggja rétta kvöldverð að víkingasið.

Hafa samband

Villibráðarseðill

Hótel Rangá býður upp á girnilegan fjögurra rétta villibráðarseðil á föstudögum, laugardögum og sunnudögum til nóvember loka.

Nánar Hér

Þrettán rétta jólaseðill

Fyrir hver jól stendur gestum til boða að setjast að sannkallaðri jólaveislu. Að þessu sinni verður boðið upp á þrettán rétta jólaseðil, bæði hefbundinn og vegan, með sérstakri áherslu á íslenskt góðgæti.

Nánar Hér

Rangá Bar

Annað spennandi efni

Stórafmæli

Hótel Rangá býður öllum sem eiga stórafmæli einstakt afmælistilboð.

Skoða tilboð

Vetrartilboð

Vetrartilboð á Hótel Rangá. Ein til þrjár nætur með sælkerakvöldverði.

Skoða tilboð

Góðir fundir

Hótel Rangá býður upp á tvo fullbúna fundarsali og fyrirtaks þjónustu.

skoða tilboð
0
  0
  Karfan þín
  Your cart is emptyReturn to Shop
  Scroll to Top

  Best Price Guaranteed

  Book direct and receive a bottle of red wine
  Hotel Rangá logo in red.
  A glass of red and white wine beside a vase of lupine at the luxury Rangá Restaurant.