13 Rétta Jólaseðill
Jólamatseðill sem byggir á vinsælustu réttum af jólahlaðborði síðustu ára, hlýleg stemning og lifandi tónlist.
Til að bóka án gistingar hafið samband í síma 487-5700 eða hotelranga@hotelranga.is
Jólatilboð Hótel Rangá
Í staðinn fyrir jólahlaðborð á Hótel Rangá bjóðum við nú upp á þrettán rétta jólaseðil, lifandi tónlist og hlýlega stemningu. Þjónað er til borðs og hægt er að panta annað hvort 13 rétta hefðbundinn eða 13 rétta vegan jólamatseðil.
Á Hótel Rangá er besta stjörnuskoðunarhús landsins, og á heiðskírum kvöldum er okkar eigin stjörnufræðingur til staðar til að leiðsegja gestum um stjörnuhimininn þeim að kostnaðarlausu.
Gistitilboð
- Gisting í eina nótt fyrir tvo
- Jólaglögg
- Þrettán rétta jólaseðill, bæði í boði hefðbundinn og vegan
- Morgunverður með kampavíni
- Aðgengi að heitum pottum
- Stjörnuskoðun ef veður leyfir
Jólaseðillinn verður í boði 3 helgar: 1. 2. 8. 9. 15. og 16. desember 2023.
Jólaseðillinn er einnig í boði án gistingar.
Afbókanir: Afbókun verður að hafa borist skriflega eigi síðar en 12 á hádegi 24 klst fyrir komutíma.