Ráðstafanir vegna Covid-19
Öryggi og vellíðan í forgrunni
Covid ráðstafanir
Við viljum fullvissa þig um að öryggi og velferð gesta og starfsmanna er algjört forgangsmál okkar á Hótel Rangá. Vinsamlega lestu yfir nýja aðgerðaáætlun okkar sem gildir þegar þú kemur á Hótel Rangá. Ef þú hefur frekari spurningar hafðu endilega samband við okkur beint.
Aðgerðaráætlun okkar getur tekið breytingum í samræmi við leiðbeiningar frá Landlæknisembættinu og heilbrigðisyfirvöldum. Fyrir frekari upplýsingar um Covid á Íslandi bendum við á vefinn covid.is

Við erum öll almannavarnir
Innritun / Útritun
- Við hvetjum alla gesti til að halda öryggri fjarlægð á meðan þeir dvelja á hótelinu.
- Við inn- og útritun tryggjum við örugga fjarlægð milli starfsfólks og gesta. Auk þess sótthreinsum við alla lykla, penna og aðra snertifleti fyrir og eftir notkun.
- Allt starfsfólk þvær hendur sínar og sótthreinsar reglulega til að draga úr smithættu.
- Í öllum sameiginlegum rýmum hótelsins er handspritt sem við hvetjum gesti til að nota.


Ítarleg þrif á snertiflötum
Þrif
- Ítarleg þrif á herbergjum í samræmi við stefnu hótelsins og leiðbeiningum frá sóttvarnaryfirvöldum. Allt starfsfólk notar grímur og hanska við þrifin.
- Sameiginleg rými hótelsins eru þrifin og sótthreinsuð oftar, sérstaklega snertifletir sem margir nota.
- Hægt er að óska eftir því að þernur komi með hrein rúmföt, handklæði og aðra þjónustu án þess að koma inn á herbergið.
Njótið kvöldverðar í öruggu umhverfi
Veitingastaðurinn
- Borð, stólar og matseðlar eru sótthreinsaðir á milli gesta.
- Hægt er að panta af morgunverðarseðli í stað hefðbundna morgunverðarhlaðborðsins sé þess óskað.
- Allt starfsfólk þvær hendur sínar og sótthreinsar reglulega til að draga úr smithættu.


SlökuN í íslenskri náttúru
Heitir pottar
- Heitu pottarnir eru hreinsaðir daglega, og við pottana eru spritt og klútar, sem æskilegt er að nota fyrir og eftir notkun á snertifleti.
- Við óskum eftir því að aðeins verði ein fjölskylda í hverjum potti í einu eða eftir atvikum fólk sem er að ferðast saman og veit af og tileinkar sér tveggja metra regluna eftir því sem við á